Kia sýnir 315 hestafla sportbíl í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 13:34 Ekki svo ólíkar línur og í Audi R8. Í síðasta mánuði var hér greint frá nýjum bíl Kia, þeirra fyrsta eiginlega sportbíl, sem sýndur verður á bílasýningunni í Detroit í þessum mánuði. Ekki var þá búið að gefa mikið upp um bílinn, en nú hefur Kia gefið aðeins meira upp. Bíllinn mun heita GT4 Stinger og hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 315 hestöflum til afturhjólanna. Talað var að þessi bíll ætti að keppa við Toyota GT-86/Subaru BRZ systurbílana, en miðað við aflið sem bílnum er skaffað mun hann keppa við öflugri sportbíla. Í Bandaríkjunum eru helst nefndir Ford Mustang og Hyundai Genesis Coupe. Ef verði bílsins verður haldið í 25.000 dollurum, líkt og Toyota GT-86/Subaru BRZ kosta ætti hann að standa sig í samkeppninni. Kia GT4 Stinger verður á 20 tommu álfelgum, með LED ljós og æði sportlegur, ef marka má meðfylgjandi mynd.Svona lítur bíllinn út ofan frá séð. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Í síðasta mánuði var hér greint frá nýjum bíl Kia, þeirra fyrsta eiginlega sportbíl, sem sýndur verður á bílasýningunni í Detroit í þessum mánuði. Ekki var þá búið að gefa mikið upp um bílinn, en nú hefur Kia gefið aðeins meira upp. Bíllinn mun heita GT4 Stinger og hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 315 hestöflum til afturhjólanna. Talað var að þessi bíll ætti að keppa við Toyota GT-86/Subaru BRZ systurbílana, en miðað við aflið sem bílnum er skaffað mun hann keppa við öflugri sportbíla. Í Bandaríkjunum eru helst nefndir Ford Mustang og Hyundai Genesis Coupe. Ef verði bílsins verður haldið í 25.000 dollurum, líkt og Toyota GT-86/Subaru BRZ kosta ætti hann að standa sig í samkeppninni. Kia GT4 Stinger verður á 20 tommu álfelgum, með LED ljós og æði sportlegur, ef marka má meðfylgjandi mynd.Svona lítur bíllinn út ofan frá séð.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent