Vinnur Audi R8 og tryllist Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 07:30 Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent