Kaupir GM Tesla? Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 12:30 Tesla verksmiðjurnar í Kaliforníu. Sú getgáta að General Motors muni kaupa rafmagnsbílaframleiðandann Tesla á þessu ári heyrist sífellt oftar. Með því fengi GM gott forskot í framleiðslu rafmagnsbíla og þyrfti ekki að eyða miklum fjármunum í þróun eigin rafbíla og Tesla fengi aðgengi að söluneti GM. Að auki myndi Elon Musk, forstjóri Tesla fá mikið fyrir 30% eignarhlut sinn. Eins og verð hlutabréfa í Tesla er nú skráð, 150 dollarar á hlut, myndi það tryggja Musk 580 milljarða króna. General Motors er örugglega ekki tilbúið að kaupa Tesla á 150 dollara á hvern hlut, enda telja margir að það verð sé alltof hátt. En hvort Musk væri tilbúinn að hlusta á nokkru lægra tilboð, er ekki talið ósennilegt. Tesla mun hafa framleitt 21.500 bíla á síðasta ári sem er meira en þeirra eigin spár hljóðuðu uppá, eða 20.000 bíla. Allir eru þeir af gerðinni Tesla Model S, en á þessu ári mun Tesla kynna til sögunnar Model X jeppling og svo er mun ódýrari rafmagnsbíll í þróun sem á að koma á markað á næsta ári. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Sú getgáta að General Motors muni kaupa rafmagnsbílaframleiðandann Tesla á þessu ári heyrist sífellt oftar. Með því fengi GM gott forskot í framleiðslu rafmagnsbíla og þyrfti ekki að eyða miklum fjármunum í þróun eigin rafbíla og Tesla fengi aðgengi að söluneti GM. Að auki myndi Elon Musk, forstjóri Tesla fá mikið fyrir 30% eignarhlut sinn. Eins og verð hlutabréfa í Tesla er nú skráð, 150 dollarar á hlut, myndi það tryggja Musk 580 milljarða króna. General Motors er örugglega ekki tilbúið að kaupa Tesla á 150 dollara á hvern hlut, enda telja margir að það verð sé alltof hátt. En hvort Musk væri tilbúinn að hlusta á nokkru lægra tilboð, er ekki talið ósennilegt. Tesla mun hafa framleitt 21.500 bíla á síðasta ári sem er meira en þeirra eigin spár hljóðuðu uppá, eða 20.000 bíla. Allir eru þeir af gerðinni Tesla Model S, en á þessu ári mun Tesla kynna til sögunnar Model X jeppling og svo er mun ódýrari rafmagnsbíll í þróun sem á að koma á markað á næsta ári.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent