Enski boltinn

Allardyce gagnrýndi fyrirliðann sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nolan var rekinn af velli í dag.
Nolan var rekinn af velli í dag. Nordic Photos / Getty Images
Sam Allardyce, stjóri West Ham, var allt annað en sáttur við Kevin Nolan, fyrirliða liðsins, eftir 2-1 tapið gegn Fulham í dag.

Nolan var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks og reyndist það vendipunktur leiksins. West Ham hafði komist yfir strax á sjöundu mínútu en eftir tapið í dag er liðið enn með fimmtán stig í næstneðsta sæti deildarinnar.

„Fyrirliðinn okkar sýndi mikið ábyrgðarleysi í dag - og ekki bara í dag heldur fyrir næstu leiki þar sem hann verður í leikbanni,“ sagði Allardyce við fjölmiðla eftir leikinn í dag.

„Hann brást öllum og sjálfum sér líka. Þetta var vendipunktur leiksins,“ bætti hann við.

„Kevin er reyndur leikmaður og þetta kom mér á óvart því hann fór í glórulausa tæklingu í leiknum gegn Liverpool. Hann hefur því fengið tvö rauð spjöld með skömmu millibili.“

„Það er eitthvað sem ég get ekki umborið. Þetta er mikið áfall fyrir liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×