Ingle kom inn af bekknum í vináttuleik gegn Feyenoord þann 7. september síðastliðinn en þurfti að fara meidd af velli á 74. mínútu.
Nú hefur verið greint frá því að þessi landsliðskona frá Wales sé með slitið krossband og verði frá svo gott sem alla leiktíðina. Fyrir voru þær Sam Kerr – ein besta knattspyrnukona heims – og Mia Fishel á meiðslalistanum en báðar eru að glíma við svipuð meiðsli.
Chelsea can confirm Sophie Ingle sustained an anterior cruciate ligament (ACL) injury during our pre-season match against Feyenoord.
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 16, 2024
We’re all with you, @SophieIngle01. 💙
Ingle hefur spilað sinn þátt í einokun Chelsea á enska meistaratitlinum en liðið hefur farið með sigur af hólmi undanfarin fimm ár. Þá hefur hún þrívegis orðið enskur bikarmeistari.
Á síðustu leiktíð varð Ingle svo leikjahæsti leikmaður í sögu Ofurdeildar kvenna á Englandi. Hefur hún alls spilað 192 leiki. Þá hefur hún leikið 139 landsleiki fyrir Wales.