Skoda Octavia mest seldi bíllinn árið 2013 Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 13:19 Skoda Octavia. myndir/Hekla Skoda Octavia var mest seldi bíllinn á Íslandi á nýliðnu ári eins og svo oft áður. Raunar hafa fáir bílar slegið jafn rækilega í gegn á íslenskum bílamarkaði síðustu áratugi eins og Skoda Octavia gerði þegar hann kom fram á sjónarsviðið í nóvember 1996. Þessi nýi bíll náði þá strax hylli kaupenda en hann var smíðaður í glænýjum verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi, sem virðist hafa skilaði sér í miklum gæðum og lágri bilanatíðni. Vinsældir Octavia eru taldar stafa af því að hann er öruggur, sparneytinn og rúmgóður auk þess að vera ávallt á hagstæðu verði. Enn fremur hefur nýtt og glæsilegt útlit þriðju kynslóðar Octavia hitt í mark hjá íslenskum bílakaupendum. Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi Skoda Octavia bíl ársins 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk Skoda Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Er því óhætt að segja að almenningur og gagnrýnendur á Íslandi séu á einu máli um ágæti Octavia. Núna eru til sýnis í sal Heklu að Laugavegi 170 Octavia RS og Octavia Combi RS. Eru þeir bæði í boði með bensínvél og dísilvél. Bensínútfærslan er 220 hestöfl og díselútfærslan 184 hestöfl. Þá er Octavia Scout 4X4 væntanlegur til landsins í lok árs og verður hann betur kynntur síðar.Skoda Octavia Combi. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Skoda Octavia var mest seldi bíllinn á Íslandi á nýliðnu ári eins og svo oft áður. Raunar hafa fáir bílar slegið jafn rækilega í gegn á íslenskum bílamarkaði síðustu áratugi eins og Skoda Octavia gerði þegar hann kom fram á sjónarsviðið í nóvember 1996. Þessi nýi bíll náði þá strax hylli kaupenda en hann var smíðaður í glænýjum verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi, sem virðist hafa skilaði sér í miklum gæðum og lágri bilanatíðni. Vinsældir Octavia eru taldar stafa af því að hann er öruggur, sparneytinn og rúmgóður auk þess að vera ávallt á hagstæðu verði. Enn fremur hefur nýtt og glæsilegt útlit þriðju kynslóðar Octavia hitt í mark hjá íslenskum bílakaupendum. Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi Skoda Octavia bíl ársins 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk Skoda Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Er því óhætt að segja að almenningur og gagnrýnendur á Íslandi séu á einu máli um ágæti Octavia. Núna eru til sýnis í sal Heklu að Laugavegi 170 Octavia RS og Octavia Combi RS. Eru þeir bæði í boði með bensínvél og dísilvél. Bensínútfærslan er 220 hestöfl og díselútfærslan 184 hestöfl. Þá er Octavia Scout 4X4 væntanlegur til landsins í lok árs og verður hann betur kynntur síðar.Skoda Octavia Combi.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent