Buick aldrei selt fleiri bíla Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 08:45 Buick Encore. Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent
Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent