Adam og Mokka hjálpa Opel Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 14:30 Opel Adam seldist vel í fyrra. Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent