Ford F-150 í 320 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2014 10:35 Þrettánda kynslóð Ford F-150 Autoblog Mikilvægasti framleiðslubíll Ford og sá sem seldist í lang flestum eintökum í heimalandinu er pallbíllinn Ford F-150. Næsta kynslóð bílsins, sú þrettánda, verður hvorki meira né minna en 320 kílóum léttari en núverandi kynslóð bílsins. Bíllinn er allur hannaður uppá nýtt og er að mest smíðaður úr áli. Notkun áls skýrir út 70% af því sem bíllinn léttist um en 8,5% með aukinni notkun hástyrktarstáls og restin með ýmsum öðrum tækninýjungum. Með svo léttum bíl nú ætlar Ford að nota tækifærið og minnka vélar bílsins og meðal annars mun fást 2,7 lítra EcoBoost vél og stóra 6,2 lítra átta strokka vélin mun ekki lengur verða í boði. Í stað hennar kemur 3,5 lítra sex strokka EcoBoost vél. Áfram ætlar Ford þó að bjóða 5,0 lítra átta strokka vélina í bílnum. Nýr Ford F-150 verður í boði með LED ljósum að framan og aftan og myndavélar utan á bílnum gefa ökumanni 360 gráðu yfirsýn umhverfis bílinn. Þrettánda kynslóð F-150 kemur á markað á fjórða ársfjórðungi þessa árs í 5 útfærslum, grunngerðinni XL, XLT, Lariat, King Ranch og Platinum. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Mikilvægasti framleiðslubíll Ford og sá sem seldist í lang flestum eintökum í heimalandinu er pallbíllinn Ford F-150. Næsta kynslóð bílsins, sú þrettánda, verður hvorki meira né minna en 320 kílóum léttari en núverandi kynslóð bílsins. Bíllinn er allur hannaður uppá nýtt og er að mest smíðaður úr áli. Notkun áls skýrir út 70% af því sem bíllinn léttist um en 8,5% með aukinni notkun hástyrktarstáls og restin með ýmsum öðrum tækninýjungum. Með svo léttum bíl nú ætlar Ford að nota tækifærið og minnka vélar bílsins og meðal annars mun fást 2,7 lítra EcoBoost vél og stóra 6,2 lítra átta strokka vélin mun ekki lengur verða í boði. Í stað hennar kemur 3,5 lítra sex strokka EcoBoost vél. Áfram ætlar Ford þó að bjóða 5,0 lítra átta strokka vélina í bílnum. Nýr Ford F-150 verður í boði með LED ljósum að framan og aftan og myndavélar utan á bílnum gefa ökumanni 360 gráðu yfirsýn umhverfis bílinn. Þrettánda kynslóð F-150 kemur á markað á fjórða ársfjórðungi þessa árs í 5 útfærslum, grunngerðinni XL, XLT, Lariat, King Ranch og Platinum.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent