Ford F-150 í 320 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2014 10:35 Þrettánda kynslóð Ford F-150 Autoblog Mikilvægasti framleiðslubíll Ford og sá sem seldist í lang flestum eintökum í heimalandinu er pallbíllinn Ford F-150. Næsta kynslóð bílsins, sú þrettánda, verður hvorki meira né minna en 320 kílóum léttari en núverandi kynslóð bílsins. Bíllinn er allur hannaður uppá nýtt og er að mest smíðaður úr áli. Notkun áls skýrir út 70% af því sem bíllinn léttist um en 8,5% með aukinni notkun hástyrktarstáls og restin með ýmsum öðrum tækninýjungum. Með svo léttum bíl nú ætlar Ford að nota tækifærið og minnka vélar bílsins og meðal annars mun fást 2,7 lítra EcoBoost vél og stóra 6,2 lítra átta strokka vélin mun ekki lengur verða í boði. Í stað hennar kemur 3,5 lítra sex strokka EcoBoost vél. Áfram ætlar Ford þó að bjóða 5,0 lítra átta strokka vélina í bílnum. Nýr Ford F-150 verður í boði með LED ljósum að framan og aftan og myndavélar utan á bílnum gefa ökumanni 360 gráðu yfirsýn umhverfis bílinn. Þrettánda kynslóð F-150 kemur á markað á fjórða ársfjórðungi þessa árs í 5 útfærslum, grunngerðinni XL, XLT, Lariat, King Ranch og Platinum. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent
Mikilvægasti framleiðslubíll Ford og sá sem seldist í lang flestum eintökum í heimalandinu er pallbíllinn Ford F-150. Næsta kynslóð bílsins, sú þrettánda, verður hvorki meira né minna en 320 kílóum léttari en núverandi kynslóð bílsins. Bíllinn er allur hannaður uppá nýtt og er að mest smíðaður úr áli. Notkun áls skýrir út 70% af því sem bíllinn léttist um en 8,5% með aukinni notkun hástyrktarstáls og restin með ýmsum öðrum tækninýjungum. Með svo léttum bíl nú ætlar Ford að nota tækifærið og minnka vélar bílsins og meðal annars mun fást 2,7 lítra EcoBoost vél og stóra 6,2 lítra átta strokka vélin mun ekki lengur verða í boði. Í stað hennar kemur 3,5 lítra sex strokka EcoBoost vél. Áfram ætlar Ford þó að bjóða 5,0 lítra átta strokka vélina í bílnum. Nýr Ford F-150 verður í boði með LED ljósum að framan og aftan og myndavélar utan á bílnum gefa ökumanni 360 gráðu yfirsýn umhverfis bílinn. Þrettánda kynslóð F-150 kemur á markað á fjórða ársfjórðungi þessa árs í 5 útfærslum, grunngerðinni XL, XLT, Lariat, King Ranch og Platinum.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent