Ríkissaksóknari vill svör frá innanríkisráðuneytinu Jóhannes Stefánsson skrifar 11. janúar 2014 16:45 Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna málsins. mynd/Stefán Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna. Lekamálið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna.
Lekamálið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira