Lexus hefur framleiðslu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 13:15 Lexus ES 350. MYND/Autoblog Lúxusbílaarmur Toyota, Lexus, hefur lagt megináherslu á sölu Lexus bíla í Bandaríkjunum. Lexus hefur þó ekki framleitt eitt einasta eintak þar í landi þó svo Toyota hafi framleitt Toyota bíla af miklum móð í Bandaríkjunum. Það er um það bil að fara að breytast. Í vikunni hófst framleiðsla á ES bíl Lexus í Georgetown í Kentucky, en þar hafa verið framleiddir Toyota bílar fram að þessu, þ.e. bílana Camry, Avalon og Venza. Framleiddir hafa verið 500.000 bílar þar á ári og einar 600.000 Toyota vélar. Þar ætlar Lexus nú að smíða 50.000 ES bíla á ári. Lexus seldi 72.581 ES bíla í Bandaríkjunum í fyrra svo fyrirsjánlegt er að Lexus þurfi áfram að flytja inn einhvern hluta þess bíls frá Japan, en Lexus hefur eingöngu verið framleiddur þar fram að þessu. Þessi stækkun verksmiðjunnar í Kentucky krefst 750 nýrra starfsmanna. Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent
Lúxusbílaarmur Toyota, Lexus, hefur lagt megináherslu á sölu Lexus bíla í Bandaríkjunum. Lexus hefur þó ekki framleitt eitt einasta eintak þar í landi þó svo Toyota hafi framleitt Toyota bíla af miklum móð í Bandaríkjunum. Það er um það bil að fara að breytast. Í vikunni hófst framleiðsla á ES bíl Lexus í Georgetown í Kentucky, en þar hafa verið framleiddir Toyota bílar fram að þessu, þ.e. bílana Camry, Avalon og Venza. Framleiddir hafa verið 500.000 bílar þar á ári og einar 600.000 Toyota vélar. Þar ætlar Lexus nú að smíða 50.000 ES bíla á ári. Lexus seldi 72.581 ES bíla í Bandaríkjunum í fyrra svo fyrirsjánlegt er að Lexus þurfi áfram að flytja inn einhvern hluta þess bíls frá Japan, en Lexus hefur eingöngu verið framleiddur þar fram að þessu. Þessi stækkun verksmiðjunnar í Kentucky krefst 750 nýrra starfsmanna.
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent