Lexus hefur framleiðslu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 13:15 Lexus ES 350. MYND/Autoblog Lúxusbílaarmur Toyota, Lexus, hefur lagt megináherslu á sölu Lexus bíla í Bandaríkjunum. Lexus hefur þó ekki framleitt eitt einasta eintak þar í landi þó svo Toyota hafi framleitt Toyota bíla af miklum móð í Bandaríkjunum. Það er um það bil að fara að breytast. Í vikunni hófst framleiðsla á ES bíl Lexus í Georgetown í Kentucky, en þar hafa verið framleiddir Toyota bílar fram að þessu, þ.e. bílana Camry, Avalon og Venza. Framleiddir hafa verið 500.000 bílar þar á ári og einar 600.000 Toyota vélar. Þar ætlar Lexus nú að smíða 50.000 ES bíla á ári. Lexus seldi 72.581 ES bíla í Bandaríkjunum í fyrra svo fyrirsjánlegt er að Lexus þurfi áfram að flytja inn einhvern hluta þess bíls frá Japan, en Lexus hefur eingöngu verið framleiddur þar fram að þessu. Þessi stækkun verksmiðjunnar í Kentucky krefst 750 nýrra starfsmanna. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Lúxusbílaarmur Toyota, Lexus, hefur lagt megináherslu á sölu Lexus bíla í Bandaríkjunum. Lexus hefur þó ekki framleitt eitt einasta eintak þar í landi þó svo Toyota hafi framleitt Toyota bíla af miklum móð í Bandaríkjunum. Það er um það bil að fara að breytast. Í vikunni hófst framleiðsla á ES bíl Lexus í Georgetown í Kentucky, en þar hafa verið framleiddir Toyota bílar fram að þessu, þ.e. bílana Camry, Avalon og Venza. Framleiddir hafa verið 500.000 bílar þar á ári og einar 600.000 Toyota vélar. Þar ætlar Lexus nú að smíða 50.000 ES bíla á ári. Lexus seldi 72.581 ES bíla í Bandaríkjunum í fyrra svo fyrirsjánlegt er að Lexus þurfi áfram að flytja inn einhvern hluta þess bíls frá Japan, en Lexus hefur eingöngu verið framleiddur þar fram að þessu. Þessi stækkun verksmiðjunnar í Kentucky krefst 750 nýrra starfsmanna.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent