Sameinað Fiat og Chrysler fær nafn Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2014 16:31 Hið nýja merki Fiat Chrysler Automobiles. Autoblog Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent
Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent