Er Ford Focus mest seldi bíll heims? Finnur Thorlacius skrifar 28. janúar 2014 16:56 Ford Focus. Aol Autos Ford hefur sent frá sér þær upplýsingar að Ford Focus bíllinn sé sú einstaka bílgerð sem seldist mest í heiminum í fyrra, eins og árið á undan. Að vísu byggja þessar upplýsingar á tölum frá janúar til loka september, en á því tímabili seldust 856.587 Ford Focus bílar. Ef sú tala er framlengd til loka ársins hefði Focus selst í 1.142.116 eintökum í fyrra, en þessir útreikningar eru frá greinarritara. Samkvæmt upplýsingunum frá Ford er næst mest seldi einstaka bíllinn Toyota Corolla, en Toyota fyrirtækið segir reyndar að sá bíll, sé sá mest seldi í heiminum í fyrra. Því er alls ekki hægt að treysta þessari fullyrðingu frá Ford fyrr en nákvæmar tölur liggja fyrir frá fyrirtækjunum báðum. Báðir þessir bílar keppa í sama flokki smærri fjölskyldubíla, í samkeppni við bíla eins og Honda Civic, Hyundai Elantra og Chevrolet Cruze sem allir seljast einnig vel um allan heim. Allir kosta þeir undir 20.000 dollurum í Bandaríkjunum. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Ford hefur sent frá sér þær upplýsingar að Ford Focus bíllinn sé sú einstaka bílgerð sem seldist mest í heiminum í fyrra, eins og árið á undan. Að vísu byggja þessar upplýsingar á tölum frá janúar til loka september, en á því tímabili seldust 856.587 Ford Focus bílar. Ef sú tala er framlengd til loka ársins hefði Focus selst í 1.142.116 eintökum í fyrra, en þessir útreikningar eru frá greinarritara. Samkvæmt upplýsingunum frá Ford er næst mest seldi einstaka bíllinn Toyota Corolla, en Toyota fyrirtækið segir reyndar að sá bíll, sé sá mest seldi í heiminum í fyrra. Því er alls ekki hægt að treysta þessari fullyrðingu frá Ford fyrr en nákvæmar tölur liggja fyrir frá fyrirtækjunum báðum. Báðir þessir bílar keppa í sama flokki smærri fjölskyldubíla, í samkeppni við bíla eins og Honda Civic, Hyundai Elantra og Chevrolet Cruze sem allir seljast einnig vel um allan heim. Allir kosta þeir undir 20.000 dollurum í Bandaríkjunum.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent