A.J. McLean, fyrrverandi meðlimur strákabandsins Backstreet Boys, vill hjálpa Justin Bieber.
Það er margt líkt með stjörnunum tveimur. Líkt og Bieber, var McLean alinn upp af einstæðri móður, samdi popplög í stórum stíl, öðlaðist gríðarlega frægð ungur að árum og glímdi við fíknivandamál, en Bieber varð uppvís að því að neyta eiturlyfja á dögunum, auk þess sem hann var tekinn fyrir ofsaakstur og fleiri ólögleg uppátæki.
McLean er nú hættur öllu rugli og vill aðstoða Bieber að koma sér á beinu brautina.
McLean sagði í viðtali við People Magazine. „Ég vil vernda Justin og segja honum hvernig þetta var fyrir mig á þessum aldri og athuga hvort hann er til í að hlusta á það sem ég hef að segja honum.“
