Læknar óttast heiladauða Schumacher Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 15:36 Michael Schumacher. Autoblog Formúluökuþórnum Michel Schumacher er enn haldið sofandi á spítalanum í Grenoble í Frakklandi eftir hörmulegt skíðaslys sem hann varð fyrir 29. desember. Læknar sem tjáð hafa sig um ástand hans segja að hver dagur þar sem honum er enn haldið sofandi auki líkurnar á heiladauða hans. Þrátt fyrir það þarf enn að halda honum sofandi til að minnka þörf heila hans á súrefni. Læknar segja að ávallt sé hætta á heilaskaða eða heiladauða þegar fólki er haldið lengur en 8 daga sofandi. Því sé nú orðið hætt við að Schumacher tapi minni eða að heili hans muni aldrei virka eðlilega úr þessu. Ekki eru þessar fréttir til huggunar fyrir aðstandendur eða aðdáendur hans. Fjölskylda Schumacher er enn á spítalanum og hefur verið þar nú í tæpan mánuð. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent
Formúluökuþórnum Michel Schumacher er enn haldið sofandi á spítalanum í Grenoble í Frakklandi eftir hörmulegt skíðaslys sem hann varð fyrir 29. desember. Læknar sem tjáð hafa sig um ástand hans segja að hver dagur þar sem honum er enn haldið sofandi auki líkurnar á heiladauða hans. Þrátt fyrir það þarf enn að halda honum sofandi til að minnka þörf heila hans á súrefni. Læknar segja að ávallt sé hætta á heilaskaða eða heiladauða þegar fólki er haldið lengur en 8 daga sofandi. Því sé nú orðið hætt við að Schumacher tapi minni eða að heili hans muni aldrei virka eðlilega úr þessu. Ekki eru þessar fréttir til huggunar fyrir aðstandendur eða aðdáendur hans. Fjölskylda Schumacher er enn á spítalanum og hefur verið þar nú í tæpan mánuð.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent