
Skíðaslys Michael Schumacher

Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“
Fréttamaður sem hefur góð tengsl við Michael Schumacher og fjölskyldu hans segir að Þjóðverjinn geti ekki talað og sé algjörlega upp á aðstoðarfólk sitt kominn.

Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“
Þrír menn hafa verið dæmdir í Þýskalandi fyrir að hafa reynt að kúga fé frá fjölskyldu Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher með því að hóta því að birta viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám hans sem og myndir af honum.

Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur
Í réttarhöldunum yfir mönnunum sem ætluðu að fjárkúga fjölskyldu Michaels Schumacher kom fram að harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um ökuþórinn fyrrverandi sé týndur.

Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“
Réttarhöld yfir þremur karlmönnum, sem sakaðir eru um að hafa reynt að kúga fé af fjölskyldu þýsku Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher, hófust í Wuppertal í Þýskalandi í dag.

Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“
Damon Hill segir fjárkúgun fyrrverandi lífvarðar Michaels Schumacher ógeðslega og spyr hvort fjölskylda hans hafi ekki þjáðst nóg.

Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann
Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörður Michaels Schumacher, og tveir aðrir eru til rannsóknar hjá þýsku lögreglunni vegna gruns um að hafa ætlað að hafa af honum fé.

Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið
Ökuþórinn fyrrverandi, Johnny Herbert, segir ekkert hæft í fréttum þess efnis að Michael Schumacher hafi mætt í brúðkaup dóttur sinnar í síðasta mánuði.

Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns
Mick Schumacher er sonur Formúlu 1 goðsagnarinnar Michaels sem lenti í skelfilegu skíðaslysi fyrir rúmlega áratug síðan og hefur ekki sést meðal almennings síðan þá.

Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum
Dóttir Michaels Schumacher gekk í það heilaga um helgina og áður en langt um líður gæti sonur hans líka verið á leið í hnapphelduna.

Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár
Fyrrverandi Formúlu 1 ökuþórinn Michael Schumacher var viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar á Mallorca á Spáni um helgina og sást þar meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár.

Þrír ákærðir fyrir að reyna að fjárkúga fjölskyldu Schumacher
Saksóknari í Wuppertal hefur ákært þrjá menn fyrir að reyna að kúga fé út úr fjölskyldu Michaels Schumacher, fyrrverandi heimsmeistara í Formúlu 1.

Höfðu hendur í hári fjárkúgara Michael Schumacher
Lögreglan hefur handtekið tvo aðila fyrir að reyna að hafa pening af fjölskyldu Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher.

Fjölskylda Schumacher vann gervigreindarmálið
Þýska blaðið Die Aktuelle þarf að greiða fjölskyldu Michael Schumacher tugi milljóna króna í bætur eftir að fjölskyldan hafði betur gegn blaðinu í þýskum réttarsal.

Rekin úr raunveruleikaþætti vegna ótta um að hún myndi kjafta frá leyndarmálum Schumachers
Fyrrverandi eiginkona bróður Michaels Schumacher var rekin úr raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity vegna ótta um að hún myndi ljóstra einhverju upp um heilsu þýska ökuþórsins.

Schumacher getur setið til borðs með fjölskyldu sinni
Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, getur setið til borðs með fjölskyldu sinni.

Schumacher keyrður um í Mercedes bíl til að örva heila hans
Ýmislegt er gert í ummönnum Michaels Schumachers. Meðal annars er reynt að vekja upp tengsl við ökumannsferill hans.

Kona Schumachers með strangar reglur um það hverjir geta hitt hann
Eiginkona Michaels Schumacher stjórnar því hverjir geta hitt ökuþórinn fyrrverandi og er með strangar reglur í þeim efnum.

Schumacher getur gert vissa hluti en „ekkert er eins og það var“
Þann 29. desember næstkomandi verða tíu ár liðin frá skíðaslysi fyrrum Formúlu 1 ökuþórsins Michaels Schumacher. Bróðir hans sagði nútímatækni læknisfræðinnar gera honum kleift að gera vissa hluti, en „ekkert er eins og það var“.

„Hann er ekki lengur sá Michael sem hann var“
Jean Todt, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ferrari í Formúlu 1 og forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, hefur tjáð sig um sig ástand Michaels Schumacher.

„Michael Schumacher hélt að ég ætlaði að drepa hann“
Fyrrum keppinautur formúlukappans Michael Schumacher er meðal viðmælanda í nýrri heimildarþáttarröð sem kemur út tíu árum eftir að þýski heimsmeistarinn slasaðist illa í skíðaslysi í Ölpunum.

Lögmaður Schumachers tjáir sig: „Snerist alltaf um að vernda einkalíf hans“
Lögmaður Michaels Schumacher útskýrir af hverju engin endanleg skýrsla um ástand ökuþórsins fyrrverandi hafi verið opinberuð.

Biðst afsökunar á gríninu um Schumacher og kennir ferðaþreytu um það
Spænski Formúlu 1 sérfræðingurinn sem gerði grín að Michael Schumacher í beinni útsendingu hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.

Gerði grín að ástandi Schumachers í beinni útsendingu
Spænskur Formúlu 1 sérfræðingur hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín að ástandi Michaels Schumacher í beinni útsendingu.

„Ekki nálægt því að vera sá Michael sem við öll þekktum“
Johnny Herbert, náinn vinur og fyrrum liðsfélagi Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher, segir aldrei neinar jákvæðar fréttir berast af líðan þýsku goðsagnarinnar sem lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 og lítið hefur spurst til síðan þá. Ástandið hafi skiljanlega tekið sinn toll á yngri bróðir Michaels, Ralf Schumacher.

Vinur Schumachers segir stöðu hans vonlausa
Vinur Michaels Schumacher segir engar líkur á að ökuþórinn fyrrverandi nái aftur heilsu.

Schumacher hafi gert vel í erfiðum aðstæðum | „Án efa haft mikil áhrif“
Johnny Herbert, margreyndur fyrrum ökumaður í Formúlu 1, segist finna til með Mick Schumacher sem geti ekki notið leiðsagnar föður síns, Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher, á sínum eigin ökumannsferli í mótaröðinni.

Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher
Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku.

Ritstjórinn rekinn eftir smekklausa og villandi grein um Schumacher
Ritstjóra þýska tímaritsins Die Aktuelle hefur verið sagt upp störfum eftir að viðtal, sem sagt var vera við þýsku Formúlu 1 goðsögnina Michael Schumacher en var í raun texti settur saman af gervigreindarforriti, birtist í nýlegu tölublaði tímaritsins.

Skálduðu viðtal við Michael Schumacher með aðstoð gervigreindar
Fjölskylda Formúlu 1- goðsagnarinnar Michael Schumacher undirbýr nú lögsökn á hendur forsvarsmönnum þýska tímaritsins Die Aktuelle.

Ræddi um heilsufar Schumacher: „Ég sakna hans ekki, ég hitti hann oft“
Jean Todt, fyrrum forseti alþjóða akstursíþróttasambandsins FIA og yfirmaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segist ekki sakna sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher þar sem þeir félagarnir hittist oft.