Í New York eiga 56% fjölskyldna ekki bíl Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 09:44 Bílaeign minnkar í Bandarískum borgum. Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent