Íslandsmetin féllu hvert á fætur öðru 25. janúar 2014 15:48 Keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum lauk rétt í þessu. Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppninni, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki. Þuríður Erla setti Íslandsmet í -63 kg flokki þegar hún jafnhattaði 93 kg. Annie Mist Þórisdóttir setti tvö met í -69 kg flokki. Annarsvegar í jafnhöttun þar sem hún lyfti 95 kg og sló 2 ára gamalt eigið met og hinsvegar í samanlögðu sem var 170 kg en gamla metið var 164 kg. Katrín Tanja Davíðsdóttir setti einnig met í -69 kg flokki en það var í snörun þegar hún lyfti 78 kg. Gamla metið átti hún sjálf sem var 76 kg. Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir sem er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki, gerði sér lítið fyrir og setti fjögur Íslandsmet á mótinu. Lilja Lind bætti Íslandsmetið í snörun um 10 kg þegar hún lyfti 80 kg. Síðan tvíbætti hún Íslandsmetið í jafnhöttun fyrst 93 kg og svo 96 kg en gamla metið var 90 kg. Samanlagt lyfti hún því 176 kg sem er 16 kg bæting á Íslandsmetinu í samanlögðu.Björgvin Karl Guðmundsson var eini karlinn sem setti Íslandsmet á mótinu en hann lyfti 112 kg í snörun sem var 1 kg bæting á hans eigin meti í -85 kg flokki. Þá má geta þess að Gísli Kristjánsson sem verður 50 ára í sumar hefði sett heimsmet í dag ef hann hefði verið að keppa á heimsmeistaramóti öldunga (masters). Aðeins er þó hægt að fá slíkt met skráð á heimsmeistaramótinu sjálfu.Verðlaunahafar í kvennaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann 2. Björk Óðinsdóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur 3. Anna Hulda Ólafsdóttir, Lyftingafélagi ReykjavíkurVerðlaunahafar í karlaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur 2. Kristian Helleren, Noregi 3. Andri Gunnarsson, Lyftingafélagi Garðabæjar Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum lauk rétt í þessu. Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppninni, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki. Þuríður Erla setti Íslandsmet í -63 kg flokki þegar hún jafnhattaði 93 kg. Annie Mist Þórisdóttir setti tvö met í -69 kg flokki. Annarsvegar í jafnhöttun þar sem hún lyfti 95 kg og sló 2 ára gamalt eigið met og hinsvegar í samanlögðu sem var 170 kg en gamla metið var 164 kg. Katrín Tanja Davíðsdóttir setti einnig met í -69 kg flokki en það var í snörun þegar hún lyfti 78 kg. Gamla metið átti hún sjálf sem var 76 kg. Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir sem er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki, gerði sér lítið fyrir og setti fjögur Íslandsmet á mótinu. Lilja Lind bætti Íslandsmetið í snörun um 10 kg þegar hún lyfti 80 kg. Síðan tvíbætti hún Íslandsmetið í jafnhöttun fyrst 93 kg og svo 96 kg en gamla metið var 90 kg. Samanlagt lyfti hún því 176 kg sem er 16 kg bæting á Íslandsmetinu í samanlögðu.Björgvin Karl Guðmundsson var eini karlinn sem setti Íslandsmet á mótinu en hann lyfti 112 kg í snörun sem var 1 kg bæting á hans eigin meti í -85 kg flokki. Þá má geta þess að Gísli Kristjánsson sem verður 50 ára í sumar hefði sett heimsmet í dag ef hann hefði verið að keppa á heimsmeistaramóti öldunga (masters). Aðeins er þó hægt að fá slíkt met skráð á heimsmeistaramótinu sjálfu.Verðlaunahafar í kvennaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann 2. Björk Óðinsdóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur 3. Anna Hulda Ólafsdóttir, Lyftingafélagi ReykjavíkurVerðlaunahafar í karlaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur 2. Kristian Helleren, Noregi 3. Andri Gunnarsson, Lyftingafélagi Garðabæjar
Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira