Bieber var staðinn að kappakstri á götum Miami á Lambhorgini sportbíl og þegar lögreglan lét hann blása kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann gekkst við brotum sínum.
Að auki streittist hann á móti við handtökuna og má hann búast við kæru fyrir öll þessi atriði. Hann var fluttur í fangelsi þar sem hann þurfti þó aðeins að dúsa í nokkrar klukkustundir eða uns tryggingafé var lagt fram.
