Fyrsti BMW i8 ónýtur Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 14:45 Þar fór 19 milljón króna bíll fyrir lítið. BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent