Volvo snéri tapi í hagnað Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 13:30 Volvo Concept Coupe. Rekstraráætlanir Volvo fyrir síðasta ár kváðu hvorki á um tap né hagnað. Því var það mikið gleðiefni fyrir Hakan Samuelsson að tilkynna það að Volvo hagnaðist á árinu. Fyrri hluta ársins í fyrra var Volvo rekið með tapi, en sá seinni gerði meira en að bæta það upp. Tapið á fyrri helmingnum nam 10,3 milljörðum króna. Gríðarlegur vöxtur í sölu Volvo bíla í Kína á seinni helmingi ársins er það sem helst skýrir þenna viðsnúning. Þar jókst salan um 46% og heildarsala Volvo bíla var 427.840 bílar, 1,4% meira en árið á undan. Næsta ár verður að sögn forstjórans ár vaxtar og vænta Volvo menn talsverðrar aukningar í sölu. Í Bandaríkjunum gekk Volvo illa á árinu og minnkaði salan um 10,1% þar. Því ætlar Volvo að snúa við á þessu ári. Með tilkomu nýrra bíla ætlar Volvo að sækja mjög á Bandaríkjamarkaði og með tilkomu nýs XC90 jeppa árið 2015 áætlar Volvo að það ár verði einnig farsælt fyrirtækinu þar. Volvo ætlar að hefja framleiðslu sumra bíla sinna í Kína á þessu ári og mun nokkuð stór hluti þeirra verða fluttir til Bandaríkjanna en enn stærri hluti þeirra verða seldir í Kína. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent
Rekstraráætlanir Volvo fyrir síðasta ár kváðu hvorki á um tap né hagnað. Því var það mikið gleðiefni fyrir Hakan Samuelsson að tilkynna það að Volvo hagnaðist á árinu. Fyrri hluta ársins í fyrra var Volvo rekið með tapi, en sá seinni gerði meira en að bæta það upp. Tapið á fyrri helmingnum nam 10,3 milljörðum króna. Gríðarlegur vöxtur í sölu Volvo bíla í Kína á seinni helmingi ársins er það sem helst skýrir þenna viðsnúning. Þar jókst salan um 46% og heildarsala Volvo bíla var 427.840 bílar, 1,4% meira en árið á undan. Næsta ár verður að sögn forstjórans ár vaxtar og vænta Volvo menn talsverðrar aukningar í sölu. Í Bandaríkjunum gekk Volvo illa á árinu og minnkaði salan um 10,1% þar. Því ætlar Volvo að snúa við á þessu ári. Með tilkomu nýrra bíla ætlar Volvo að sækja mjög á Bandaríkjamarkaði og með tilkomu nýs XC90 jeppa árið 2015 áætlar Volvo að það ár verði einnig farsælt fyrirtækinu þar. Volvo ætlar að hefja framleiðslu sumra bíla sinna í Kína á þessu ári og mun nokkuð stór hluti þeirra verða fluttir til Bandaríkjanna en enn stærri hluti þeirra verða seldir í Kína.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent