GM rétt hafði Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 12:15 Volkswagen CC Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent
Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent