Sigurvegari Dakar er í raun ekki Mini Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 00:01 Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent
Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent