Sigurvegari Dakar er í raun ekki Mini Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 00:01 Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent