Sala pallbíla aftur möguleg? Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 08:45 Ford F-150 Sala pallbíla hefur legið niðri hérlendis sökum þess að reglur Í Bandaríkjunum og Evrópu varðandi mengunarstaðla, þyngd og aðrar upplýsingar eru ekki samræmdar og falla ekki að regluverki Evrópusambandsins. Það hefur orðið til þess að sala þeirra hefur engin verið á undanförnum 10 mánuðum, hún hefur einfaldlega verið ólögleg, þó svo hér á Íslandi sé ekkert sem kveði á um að fara þurfi eftir því. Nú gæti verið að rofa til í þessum efnum og aftur opnist fyrir sölu pallbíla frá Bandaríkjunum. Hjá Samgöngustofu er nú unnið að reglugerðarbreytingu sem gerir ráð fyrir rýmkun á heimildum til innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum. Breytingarnar eru nú til umfjöllunar hjá Innanríkisráðuneytinu og gætu komið til framkvæmda á næstunni. Sala pallbíla var í miklum blóma fyrir hrun og þeir voru og eru reyndar enn algeng sjón á götunum. Ekki hefur verið flutt inn mikið af pallbílum síðan þá, en þörfin fer vaxandi því margir hafa sannarlega þörf fyrir svo sterkbyggða bíla með mikla flutnings- og dráttargetu.Ofinnleiðing á regluverkiÁ morgunverðafundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins þann 14. janúar sl. hélt Ingimar Baldvinsson, eigandi IB bíla á Selfossi erindi og sagði að mörg dæmi séu um að regluverk frá Evrópusambandinu sé innleitt hér á landi í gegnum EES-samninginn með strangari og ítarlegri hætti en þörf er á. Þannig hafi verið tilhneiging til þess að miða við lægstu mörk þegar vikmörk er gefið í regluverkinu. Það hafi leitt til hindrana í viðskiptum á milli Íslands og Bandaríkjanna, ekki bara hvað varðar bíla. Slík ofinnleiðing á regluverki frá Evrópusambandinu færi gjarnan sjálfvirkt fram og án þess að hafðar væru í huga aðstæður á Íslandi. Þessu þurfi að breyta.Uppsöfnuð þörf og margar pantanirBrimborg á mikið undir að sala pallbíla verði leyfð aftur, en vinsælasti pallbíllinn bæði hérlendis og í Bandaríkjunum var Ford F-línan. Forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, segir að hjá Brimborg liggi fyrir margar pantanir í pallbíla af Ford gerð og um leið og innflutningur þeirra verði lögleyfður verði margir bílar pantaðir, enda uppsöfnuð mikil þörf fyrir slíka bíla hér á landi. Egill segir að þeir henti mögum kaupendum einkar vel, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Pallbílar hafa kosti sem aðrir bílar uppfylla ekki og þeir séu einkar hentugir til dráttar á aftanívögnum. Þarfir hestafólk er gott dæmi um það. Egill segir ennfremur að miklar breytingar hafi orðið á pallbílum á undanförnum árum. Þeir séu ekki lengur eins eyðslufrekir og áður og gott dæmi um það sé ný gerð Ford F-150 bílsins, sem lést hefur um 320 kg milli kynslóða, en eyðsla hans er aðeins 7,8 lítrar.Einstaklingar og fyrirtæki bíðaIB bílar á Selfossi voru líkt og Brimborg innflutningsaðili á pallbílum áður en reglur gerðu innflutning þeirra ógerlegan. Ingimar Baldvinsson eigandi IB bíla fagnar fyrirhugðum breytingum á regluverkinu hérlendis og segir að hann bíði í ofvæni, sem og margir áhugasamir kaupendur. Þar á meðal eru nokkrar stofnanir eins og Rarik og Landsnet, sem hafa mikla þörf fyrir slíka bíla. Ingimar hefur þegar pantað nokkra bíla sem eru á leið til landsins en hann býr með þá von í brjósti að reglubreytingin komi til framkvæmda öðru hvoru megin við næstu mánaðarmót. Ingimar segir að með þessari breytingu verði komið í veg fyrir fáheyrða neyslustýringu, en langt sé reyndar í land að skrefið sé stigið til fulls í þeim efnum. Enn sé bílkaupendum þrýst til kaupa á smáum bílum, aflitlum og helst beinskiptum, sem alls ekki henta öllum. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Sala pallbíla hefur legið niðri hérlendis sökum þess að reglur Í Bandaríkjunum og Evrópu varðandi mengunarstaðla, þyngd og aðrar upplýsingar eru ekki samræmdar og falla ekki að regluverki Evrópusambandsins. Það hefur orðið til þess að sala þeirra hefur engin verið á undanförnum 10 mánuðum, hún hefur einfaldlega verið ólögleg, þó svo hér á Íslandi sé ekkert sem kveði á um að fara þurfi eftir því. Nú gæti verið að rofa til í þessum efnum og aftur opnist fyrir sölu pallbíla frá Bandaríkjunum. Hjá Samgöngustofu er nú unnið að reglugerðarbreytingu sem gerir ráð fyrir rýmkun á heimildum til innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum. Breytingarnar eru nú til umfjöllunar hjá Innanríkisráðuneytinu og gætu komið til framkvæmda á næstunni. Sala pallbíla var í miklum blóma fyrir hrun og þeir voru og eru reyndar enn algeng sjón á götunum. Ekki hefur verið flutt inn mikið af pallbílum síðan þá, en þörfin fer vaxandi því margir hafa sannarlega þörf fyrir svo sterkbyggða bíla með mikla flutnings- og dráttargetu.Ofinnleiðing á regluverkiÁ morgunverðafundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins þann 14. janúar sl. hélt Ingimar Baldvinsson, eigandi IB bíla á Selfossi erindi og sagði að mörg dæmi séu um að regluverk frá Evrópusambandinu sé innleitt hér á landi í gegnum EES-samninginn með strangari og ítarlegri hætti en þörf er á. Þannig hafi verið tilhneiging til þess að miða við lægstu mörk þegar vikmörk er gefið í regluverkinu. Það hafi leitt til hindrana í viðskiptum á milli Íslands og Bandaríkjanna, ekki bara hvað varðar bíla. Slík ofinnleiðing á regluverki frá Evrópusambandinu færi gjarnan sjálfvirkt fram og án þess að hafðar væru í huga aðstæður á Íslandi. Þessu þurfi að breyta.Uppsöfnuð þörf og margar pantanirBrimborg á mikið undir að sala pallbíla verði leyfð aftur, en vinsælasti pallbíllinn bæði hérlendis og í Bandaríkjunum var Ford F-línan. Forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, segir að hjá Brimborg liggi fyrir margar pantanir í pallbíla af Ford gerð og um leið og innflutningur þeirra verði lögleyfður verði margir bílar pantaðir, enda uppsöfnuð mikil þörf fyrir slíka bíla hér á landi. Egill segir að þeir henti mögum kaupendum einkar vel, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Pallbílar hafa kosti sem aðrir bílar uppfylla ekki og þeir séu einkar hentugir til dráttar á aftanívögnum. Þarfir hestafólk er gott dæmi um það. Egill segir ennfremur að miklar breytingar hafi orðið á pallbílum á undanförnum árum. Þeir séu ekki lengur eins eyðslufrekir og áður og gott dæmi um það sé ný gerð Ford F-150 bílsins, sem lést hefur um 320 kg milli kynslóða, en eyðsla hans er aðeins 7,8 lítrar.Einstaklingar og fyrirtæki bíðaIB bílar á Selfossi voru líkt og Brimborg innflutningsaðili á pallbílum áður en reglur gerðu innflutning þeirra ógerlegan. Ingimar Baldvinsson eigandi IB bíla fagnar fyrirhugðum breytingum á regluverkinu hérlendis og segir að hann bíði í ofvæni, sem og margir áhugasamir kaupendur. Þar á meðal eru nokkrar stofnanir eins og Rarik og Landsnet, sem hafa mikla þörf fyrir slíka bíla. Ingimar hefur þegar pantað nokkra bíla sem eru á leið til landsins en hann býr með þá von í brjósti að reglubreytingin komi til framkvæmda öðru hvoru megin við næstu mánaðarmót. Ingimar segir að með þessari breytingu verði komið í veg fyrir fáheyrða neyslustýringu, en langt sé reyndar í land að skrefið sé stigið til fulls í þeim efnum. Enn sé bílkaupendum þrýst til kaupa á smáum bílum, aflitlum og helst beinskiptum, sem alls ekki henta öllum.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent