Seldi fornbíla fyrir 29 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2014 14:21 Uppboðshaldarinn Barrett-Jackson hefur nýlokið við að bjóða upp margan fríðan fornbílinn í Arizona og punguðu kaupendur þeirra út heilum 29,1 milljarði króna í þá. Sá dýrasti, sem hér sést á mynd, var 1958 árgerðin af Ferrari 250 GT California Long sem fór á 1.030 milljónir króna. Þetta verð gerir nýja ofurbíla að kjarakaupum í samanburði. Meðalverð bílanna sem boðnir voru upp var 12,5 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson hafa verið haldin í 39 ár og standa þau í 8 daga, en bílarnir eru aðeins til sýnis fyrstu tvo dagana og uppboðið sjálft tekur svo 6 daga. Á síðustu árum hefur uppboðið og sýning bílanna dregið að um 200.000 manns hverju sinni. Á uppboðinu var einnig boðinn upp fyrsti bíllinn af Ford Mustang gerð árgerð 2015 og rann afrakstur þess til góðgerðarmála. Myndskeið frá uppboðinu er hér að ofan. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Uppboðshaldarinn Barrett-Jackson hefur nýlokið við að bjóða upp margan fríðan fornbílinn í Arizona og punguðu kaupendur þeirra út heilum 29,1 milljarði króna í þá. Sá dýrasti, sem hér sést á mynd, var 1958 árgerðin af Ferrari 250 GT California Long sem fór á 1.030 milljónir króna. Þetta verð gerir nýja ofurbíla að kjarakaupum í samanburði. Meðalverð bílanna sem boðnir voru upp var 12,5 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson hafa verið haldin í 39 ár og standa þau í 8 daga, en bílarnir eru aðeins til sýnis fyrstu tvo dagana og uppboðið sjálft tekur svo 6 daga. Á síðustu árum hefur uppboðið og sýning bílanna dregið að um 200.000 manns hverju sinni. Á uppboðinu var einnig boðinn upp fyrsti bíllinn af Ford Mustang gerð árgerð 2015 og rann afrakstur þess til góðgerðarmála. Myndskeið frá uppboðinu er hér að ofan.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent