Seldi fornbíla fyrir 29 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2014 14:21 Uppboðshaldarinn Barrett-Jackson hefur nýlokið við að bjóða upp margan fríðan fornbílinn í Arizona og punguðu kaupendur þeirra út heilum 29,1 milljarði króna í þá. Sá dýrasti, sem hér sést á mynd, var 1958 árgerðin af Ferrari 250 GT California Long sem fór á 1.030 milljónir króna. Þetta verð gerir nýja ofurbíla að kjarakaupum í samanburði. Meðalverð bílanna sem boðnir voru upp var 12,5 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson hafa verið haldin í 39 ár og standa þau í 8 daga, en bílarnir eru aðeins til sýnis fyrstu tvo dagana og uppboðið sjálft tekur svo 6 daga. Á síðustu árum hefur uppboðið og sýning bílanna dregið að um 200.000 manns hverju sinni. Á uppboðinu var einnig boðinn upp fyrsti bíllinn af Ford Mustang gerð árgerð 2015 og rann afrakstur þess til góðgerðarmála. Myndskeið frá uppboðinu er hér að ofan. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent
Uppboðshaldarinn Barrett-Jackson hefur nýlokið við að bjóða upp margan fríðan fornbílinn í Arizona og punguðu kaupendur þeirra út heilum 29,1 milljarði króna í þá. Sá dýrasti, sem hér sést á mynd, var 1958 árgerðin af Ferrari 250 GT California Long sem fór á 1.030 milljónir króna. Þetta verð gerir nýja ofurbíla að kjarakaupum í samanburði. Meðalverð bílanna sem boðnir voru upp var 12,5 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson hafa verið haldin í 39 ár og standa þau í 8 daga, en bílarnir eru aðeins til sýnis fyrstu tvo dagana og uppboðið sjálft tekur svo 6 daga. Á síðustu árum hefur uppboðið og sýning bílanna dregið að um 200.000 manns hverju sinni. Á uppboðinu var einnig boðinn upp fyrsti bíllinn af Ford Mustang gerð árgerð 2015 og rann afrakstur þess til góðgerðarmála. Myndskeið frá uppboðinu er hér að ofan.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent