Alfa Romeo 4C gegn Porsche Cayman Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 15:39 Nú þegar kaupendum býðst nýjasti bíll Alfa Romeo, þ.e. bíllinn 4C er rétt að bera hann saman við samkeppnina og það gerði Autocar í Bretlandi. Til að finna út hversu góður hann er var nærtækast að stefna honum gegn konungi þessa flokks bíla, Porsche Cayman. Cayman er reyndar aðeins ódýrari en Alfa Romeo 4C en sá ítalski er aðeins sneggri í hundraðið og er með yfirbyggingu úr koltrefjum. Reyndar var einum bíl enn boðið í partýið, þ.e. Toyota GT86, en sá bíll er mun aflminni á miklu mjórri dekkjum en elskar að taka beygjurnar á hlið. Sá bíll er miklu ódýrari og aflminni en hinir og því ekki raunhæft að bera hann saman við hina tvo. Eftir heilmiklar prufur á akstursbraut var dómur ökumanna Autocar nokkuð skýr, Alfa Romeo 4C á enn nokkuð í land með aksturshæfni og getu Porsche Cayman og að auki er Cayman ódýrari. Það virðist ætla að vera erfitt fyrir bílaframleiðendur að keppa við Porsche þegar kemur að akstureiginleikum þeirra bíla, en sjá má prufuakstur bílanna og dóm Autocar í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Nú þegar kaupendum býðst nýjasti bíll Alfa Romeo, þ.e. bíllinn 4C er rétt að bera hann saman við samkeppnina og það gerði Autocar í Bretlandi. Til að finna út hversu góður hann er var nærtækast að stefna honum gegn konungi þessa flokks bíla, Porsche Cayman. Cayman er reyndar aðeins ódýrari en Alfa Romeo 4C en sá ítalski er aðeins sneggri í hundraðið og er með yfirbyggingu úr koltrefjum. Reyndar var einum bíl enn boðið í partýið, þ.e. Toyota GT86, en sá bíll er mun aflminni á miklu mjórri dekkjum en elskar að taka beygjurnar á hlið. Sá bíll er miklu ódýrari og aflminni en hinir og því ekki raunhæft að bera hann saman við hina tvo. Eftir heilmiklar prufur á akstursbraut var dómur ökumanna Autocar nokkuð skýr, Alfa Romeo 4C á enn nokkuð í land með aksturshæfni og getu Porsche Cayman og að auki er Cayman ódýrari. Það virðist ætla að vera erfitt fyrir bílaframleiðendur að keppa við Porsche þegar kemur að akstureiginleikum þeirra bíla, en sjá má prufuakstur bílanna og dóm Autocar í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent