Hraðamyndavélar eru tekjulind Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2014 09:36 Hraðamyndavél í Bandaríkjunum. Í Texas í Bandaríkjunum var maður handtekinn fyrir að bera varúðarskilti til annarra ökumanna sem lét þá vita að þeir nálguðust hraðamyndavél. Maðurinn taldi aðgerðir sínar hafa sama markmið og það sem lögreglan á að vinna eftir, þ.e. að sjá til þess að ökumenn aki á löglegum hraða. Því var lögreglan ekki sammála og handtók manninn fyrir eitthvað sem þeir telja ólöglegt. Það þykir manninum sanna að lögreglan noti hraðamyndavélar sem tekjulind en hafi í raun engan áhuga á að fá vegfarendur til að fara eftir lögum. Hann telur sig að auki verndaðan af fyrstu grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um frjálsa tjáningu þegna landsins. Árið 2012 komst dómur í Florída að þeirri niðurstöðu að sá háttur ökumanna að vara aðra ökumenn við með því að blikka háu ljósunum til að vara aðra ökumenn við hraðamyndavélum eða lögreglubílum væri fullkomlega löglegt og félli einmitt undir fyrstu grein stjórnarskrárinnar bandarísku um frjálsa tjáningu. Því er hætt við því að maðurinn verði ekki kærður fyrir athæfi sitt, heldur sanni hann enn á ný að hraðamyndavélar eru einungis tekjulind ríkisins. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent
Í Texas í Bandaríkjunum var maður handtekinn fyrir að bera varúðarskilti til annarra ökumanna sem lét þá vita að þeir nálguðust hraðamyndavél. Maðurinn taldi aðgerðir sínar hafa sama markmið og það sem lögreglan á að vinna eftir, þ.e. að sjá til þess að ökumenn aki á löglegum hraða. Því var lögreglan ekki sammála og handtók manninn fyrir eitthvað sem þeir telja ólöglegt. Það þykir manninum sanna að lögreglan noti hraðamyndavélar sem tekjulind en hafi í raun engan áhuga á að fá vegfarendur til að fara eftir lögum. Hann telur sig að auki verndaðan af fyrstu grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um frjálsa tjáningu þegna landsins. Árið 2012 komst dómur í Florída að þeirri niðurstöðu að sá háttur ökumanna að vara aðra ökumenn við með því að blikka háu ljósunum til að vara aðra ökumenn við hraðamyndavélum eða lögreglubílum væri fullkomlega löglegt og félli einmitt undir fyrstu grein stjórnarskrárinnar bandarísku um frjálsa tjáningu. Því er hætt við því að maðurinn verði ekki kærður fyrir athæfi sitt, heldur sanni hann enn á ný að hraðamyndavélar eru einungis tekjulind ríkisins.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent