400 hestöfl úr 40 kg vél Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2014 10:30 Nissan DeltaWing ZEOD. Autoblog Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent