Leiður ávani að aka hægt á vinstri akrein Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 12:15 Þung umferð í höfuðborginni. Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent
Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent