Öllu er lokið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 10:36 Meðlimir Rush eru svo sannarlega ekki fæddir í gær. vísir/getty Rush er besta hljómsveit í heimi. Þessu komst ég að fyrir nokkrum árum eftir að hafa í nær tvo áratugi haft megnustu óbeit á sveitinni. Fyrir mér voru þetta gamlir og asnalegir menn, hálfgerðir íþróttahljóðfæraleikarar, sem gerðu leiðinlega músík fyrir miðaldra feitabollur. Eins dásamlegt og það er nú að vera fordómafullur fýluskarfur er alltaf gaman þegar einhver hefur svo á endanum vit fyrir manni. Góður drengur, afgreiðslumaður hljóðfæraverslunar hér í borg, tók í taumana eftir að ég lýsti frati á Rush í beinni útsendingu í útvarpi. Þvoglumæltur á öldurhúsi skipaði hann mér að fara rakleiðis heim og hlusta á eina frægustu plötu sveitarinnar, Moving Pictures, sem ég gerði með semingi. Til að gera langa sögu stutta þá kunni ég ágætlega við plötuna, viðurkenndi ósigur, og renndi flestum plötum sveitarinnar í gegn í kjölfarið.Og þvílíkar plötur! Það að hafa byrjað að hlusta á (og stúdera) Rush hefur ekki bara gert mig að betri hljóðfæraleikara heldur hreinlega betri manneskju. Þetta frábæra kanadíska tríó gleður mig á hverjum degi og ég vil að þú, lesandi góður, upplifir einnig þessa gleði. Það er í raun minn eini tilgangur með þessu trúboði. En hvað verður það næst? Mun ég byrja að gyrða hljómsveitarbolina mína ofan í gallabuxurnar? Fá mér GSM-hulstur til að festa á beltið mitt? Þarf ég að byrja að nota frasa eins og: „Segjum það, kall“? Mun ég uppgötva töfra Genesis og Jethro Tull? Nú þegar er ég byrjaður að hækka græjurnar mínar í botn „þegar hljómborðið kikkar inn“. Ég get ekki betur séð en að öllu sé lokið. Ég er orðinn faðir minn. Og þinn. Distant Early Warning af plötunni Grace Under Pressure frá 1984. Vital Signs af plötunni Moving Pictures frá 1981. Caravan af tónleikum árið 2011. Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Rush er besta hljómsveit í heimi. Þessu komst ég að fyrir nokkrum árum eftir að hafa í nær tvo áratugi haft megnustu óbeit á sveitinni. Fyrir mér voru þetta gamlir og asnalegir menn, hálfgerðir íþróttahljóðfæraleikarar, sem gerðu leiðinlega músík fyrir miðaldra feitabollur. Eins dásamlegt og það er nú að vera fordómafullur fýluskarfur er alltaf gaman þegar einhver hefur svo á endanum vit fyrir manni. Góður drengur, afgreiðslumaður hljóðfæraverslunar hér í borg, tók í taumana eftir að ég lýsti frati á Rush í beinni útsendingu í útvarpi. Þvoglumæltur á öldurhúsi skipaði hann mér að fara rakleiðis heim og hlusta á eina frægustu plötu sveitarinnar, Moving Pictures, sem ég gerði með semingi. Til að gera langa sögu stutta þá kunni ég ágætlega við plötuna, viðurkenndi ósigur, og renndi flestum plötum sveitarinnar í gegn í kjölfarið.Og þvílíkar plötur! Það að hafa byrjað að hlusta á (og stúdera) Rush hefur ekki bara gert mig að betri hljóðfæraleikara heldur hreinlega betri manneskju. Þetta frábæra kanadíska tríó gleður mig á hverjum degi og ég vil að þú, lesandi góður, upplifir einnig þessa gleði. Það er í raun minn eini tilgangur með þessu trúboði. En hvað verður það næst? Mun ég byrja að gyrða hljómsveitarbolina mína ofan í gallabuxurnar? Fá mér GSM-hulstur til að festa á beltið mitt? Þarf ég að byrja að nota frasa eins og: „Segjum það, kall“? Mun ég uppgötva töfra Genesis og Jethro Tull? Nú þegar er ég byrjaður að hækka græjurnar mínar í botn „þegar hljómborðið kikkar inn“. Ég get ekki betur séð en að öllu sé lokið. Ég er orðinn faðir minn. Og þinn. Distant Early Warning af plötunni Grace Under Pressure frá 1984. Vital Signs af plötunni Moving Pictures frá 1981. Caravan af tónleikum árið 2011.
Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira