Honda flytur meira út en inn til BNA Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 10:30 Framleiðsla Honda Accord í Marysville í Bandaríkjunum. Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent
Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent