Tesla Model S gegn Chevrolet Corvette Stingray Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 09:30 Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent