Vantar enn aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti Haraldur Guðmundsson skrifar 30. janúar 2014 09:03 Rannsókn MAST leiddi á sínum tíma í ljós að nautabökur Gæðakokka í Borgarnesi innihéldu ekkert kjöt. Vísir/Stefán Matvælastofnun (MAST) hefur ekki fengið aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti þrátt fyrir ýmis þekkt og alvarleg dæmi um að eftirliti sé ábótavant. Starfsmönnum sem sinna eftirlitinu hefur því ekki fjölgað en þeim hefur aftur á móti verið sagt að fylgjast betur með því hvaða hráefni fara í matvælaframleiðslu hér á landi. „Í úttektum í matvælafyrirtækjum þá er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn kanni hráefni sem eru notuð við framleiðsluna og hvort þau séu viðurkennd til matvælavinnslu. Og það hefur verið skerpt á því að eftirlitsmennirnir fylgist með þessu í úttektum sínum,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendasviðs MAST. Hann segir innköllunum stofnunarinnar á matvælum sem geta verið hættuleg ekki hafa fjölgað. Spurður hvort Matvælastofnun þurfi ekki aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti betur svarar Sigurður: „Það eru mörg verkefni sem við vildum gjarnan sinna sem við höfum ekki tök á vegna fjárskorts.“ Starfsmenn MAST hafa á síðustu árum komið upp um alvarleg mál við matvælaeftirlit. Í janúar 2012 kom í ljós að mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins höfðu til fjölda ára notað iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og í fyrra var fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi uppvíst að því að framleiða nautakjötsbökur sem innihéldu ekkert kjöt. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem starfar undir yfirumsjón MAST, bannaði fyrr í þessum mánuði sölu á hvalabjór Brugghúss Steðja í Borgarfirði. Ástæðan var sú að bjórinn inniheldur hvalmjöl sem óheimilt er að nota til manneldis. Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, yfirmaður ráðuneytisins sem fer með opinbert matvælaeftirlit á Íslandi, heimilaði sölu og dreifingu á bjórnum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust um fimmtán hundruð lítrar af bjórnum fyrstu fjóra dagana eftir að hann fór í sölu. Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu í gær að horft hefði verið til ákveðinnar lagaóvissu þegar ákvörðunin um að leyfa sölu á bjórnum var tekin og „eins að það sé eðlilegt að stjórnsýslan beiti ákveðnu meðalhófi í sínum aðgerðum“. Sigurður Ingi Jóhannsson Taldi opinbera aðila geta gert beturSigurður Ingi Jóhannsson var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þann 28. febrúar 2013. Þar ræddi hann kjötbökumálið í Borgarnesi og sagði nauðsynlegt að herða matvælaeftirlit. „Ég fullyrði að framleiðendur matvæla geti gert betur og eigi að gera betur og ég fullyrði líka að opinberir eftirlitsaðilar eigi að geta gert betur við núverandi kerfi og eigi að gera betur.“ Sigurður var aftur í viðtali í sama útvarpsþætti þann 19. ágúst 2013, tæpu hálfu ári síðar. Þá sagði hann: „Þá er rétt að ítreka það að matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi og þannig er til að mynda tíðni matarsýkinga lægst hérlendis af samanburðarlöndum.“ Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) hefur ekki fengið aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti þrátt fyrir ýmis þekkt og alvarleg dæmi um að eftirliti sé ábótavant. Starfsmönnum sem sinna eftirlitinu hefur því ekki fjölgað en þeim hefur aftur á móti verið sagt að fylgjast betur með því hvaða hráefni fara í matvælaframleiðslu hér á landi. „Í úttektum í matvælafyrirtækjum þá er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn kanni hráefni sem eru notuð við framleiðsluna og hvort þau séu viðurkennd til matvælavinnslu. Og það hefur verið skerpt á því að eftirlitsmennirnir fylgist með þessu í úttektum sínum,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendasviðs MAST. Hann segir innköllunum stofnunarinnar á matvælum sem geta verið hættuleg ekki hafa fjölgað. Spurður hvort Matvælastofnun þurfi ekki aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti betur svarar Sigurður: „Það eru mörg verkefni sem við vildum gjarnan sinna sem við höfum ekki tök á vegna fjárskorts.“ Starfsmenn MAST hafa á síðustu árum komið upp um alvarleg mál við matvælaeftirlit. Í janúar 2012 kom í ljós að mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins höfðu til fjölda ára notað iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og í fyrra var fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi uppvíst að því að framleiða nautakjötsbökur sem innihéldu ekkert kjöt. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem starfar undir yfirumsjón MAST, bannaði fyrr í þessum mánuði sölu á hvalabjór Brugghúss Steðja í Borgarfirði. Ástæðan var sú að bjórinn inniheldur hvalmjöl sem óheimilt er að nota til manneldis. Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, yfirmaður ráðuneytisins sem fer með opinbert matvælaeftirlit á Íslandi, heimilaði sölu og dreifingu á bjórnum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust um fimmtán hundruð lítrar af bjórnum fyrstu fjóra dagana eftir að hann fór í sölu. Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu í gær að horft hefði verið til ákveðinnar lagaóvissu þegar ákvörðunin um að leyfa sölu á bjórnum var tekin og „eins að það sé eðlilegt að stjórnsýslan beiti ákveðnu meðalhófi í sínum aðgerðum“. Sigurður Ingi Jóhannsson Taldi opinbera aðila geta gert beturSigurður Ingi Jóhannsson var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þann 28. febrúar 2013. Þar ræddi hann kjötbökumálið í Borgarnesi og sagði nauðsynlegt að herða matvælaeftirlit. „Ég fullyrði að framleiðendur matvæla geti gert betur og eigi að gera betur og ég fullyrði líka að opinberir eftirlitsaðilar eigi að geta gert betur við núverandi kerfi og eigi að gera betur.“ Sigurður var aftur í viðtali í sama útvarpsþætti þann 19. ágúst 2013, tæpu hálfu ári síðar. Þá sagði hann: „Þá er rétt að ítreka það að matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi og þannig er til að mynda tíðni matarsýkinga lægst hérlendis af samanburðarlöndum.“
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira