Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-30 | ÍR enn með í baráttunni Róbert Jóhannsson í Kaplakrika skrifar 6. febrúar 2014 17:02 ÍR-ingar unnu FH í kvöld öðru sinni í Olís-deild karla í handknattleik og komust með sigrinum örlítið nær sæti í úrslitakeppni í vor. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit hans ekki fyrr en í blálokin þegar FH-ingar köstuðu í rauninni frá sér boltanum á lokasekúndunum. ÍR fór betur af stað og náði mest sex mörkum yfir, 13-7, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra. Þeir hertu tökin í vörninni og skoruðu tíu mörk gegn fimm á síðustu þrettán mínútum fyrri hálfleiks. Munurinn því aðeins eitt mark þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik og munaði þar mestu um stórleik Ísaks Rafnssonar skyttu og innkomu Sigurðar Arnar Arnarssonar í markið. FH-ingar náðu að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks en ÍR-ingum tókst alltaf að vera einu skrefi framar og láta heimamenn elta sig. Heimamenn náðu aldrei að komast yfir og átti það mögulega sinn þátt í því að þeir virkuðu stressaðir í sóknaraðgerðum sínum sem lýsti sér best í lokasókninni. Þar höfðu þeir nægan tíma, sautján sekúndur til leiksloka, einföld uppstillt sókn en einföld sending á næsta mann var ekki gripin og boltinn fór sína leið útaf vellinum. ÍR-ingar þurftu því ekki annað en að halda boltanum síðustu sekúndurnar til þess að tryggja sér tvö gríðarlega mikilvæg stig.Bjarki: Vonandi eykst sjálfstraustið „Við erum búnir að vera inni í öllum leikjum, við erum búnir að spila fyrri hálfleikana mjög vel en svo hafa menn einhvern veginn misst móðinn í síðari hálfleik og verið að reyna að halda forskoti eða haldið að þeir þyrftu að sækja eitthvað forskot, hafa verið að flýta sér mikið. Það er það sem hefur verið okkar vandamál hingað til. Sjálfsöryggið í liðinu brotnar þegar þú ferð að tapa leikjum, sérstaklega ef þeir eru margir, en þetta var bara karaktersigur liðsins,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR ánægður en þreyttur í leikslok. „Það var gaman að sjá að varnarleikurinn var á löngum köflum bara mjög góður hjá okkur, sóknarlega spiluðum við skynsamlega fannst mér og leikmenn héldu konsepti. Menn hættu í rauninni aldrei, það er það sem í rauninni skilur á milli í dag. Við svo sem vitum alveg hvað við getum. Þegar strákarnir spila sinn besta bolta þá erum við illviðráðanlegir. En þegar sjálfstraustið er farið og menn sökkva sér ofan í gryfjuna þá þarftu góða skóflu til að moka þig upp. Að sjálfsögðu hjálpar þessi sigurleikur okkur, þetta hífir okkur aðeins upp á næsta plan og vonandi verður bara framhald á. Við erum búnir að æfa vel og í rauninni var það liðsheildin sem skóp þetta í dag.“ Bjarki telur sigurinn geta lagt grunn að því að liðið haldist í baráttunni um úrslitakeppnissætið: „Við það að tapa þessum leik eða að tapa stigi hefði myndast ákveðin gjá á milli sjötta og fimmta, fjórða og þriðja sæti. Þess vegna þurftum við að gefa í til að koma okkur í einhverja baráttu um það komast í úrslitakeppnina. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með vinnu strákanna og þeir sönnuðu það að þetta er vel hægt. Þarna kom svona smá sjálfstraust og vonandi bara eykst það með komandi æfingum og leikjum.“Einar Andri: Áttum skilið stig í það minnsta „Við byrjuðum leikinn á því að henda boltanum hvað eftir annað í hendurnar á þeim og fengum hraðaupphlaup í bakið. Við það kom kom óöryggi í vörnina og markverðina strax. Við vorum ekki klárir sóknarlega til að byrja með. En eftir svona fyrstu fimmtán mínúturnar fannst mér við vera að spila sóknarlega mjög vel. Við vorum bara klaufar að ná ekki að vinna þennan leik, við höfðum möguleika á því en því miður þá gekk það ekki,“ sagði Einar Andri þjálfari FH eftir leik og benti á að fjöldi lykilmanna er meiddur. „Við erum pínulítið laskaðir. Við missum aðalmarkvörðinn okkar út og svo misstum við Sigurð sem er fyrsti maður á línu hjá okkur og spilar vörnina líka og síðan er Ragnar að koma inn þannig að við erum bara ennþá að tjasla þessu saman. Ýmislegt annað sem er búið að vera að hrjá okkur, Andri er búinn að vera meiddur líka þannig að ég myndi kannski segja að það er margt sem við erum að breyta og margt sem við erum að gera öðruvísi en við vorum að gera fyrir áramótin. Það má heldur ekki gleyma því að við erum með ungan strák í markinu sem er að stíga sín fyrstu skref og fleiri unga stráka. Við þurfum bara að halda áfram og reyna að bæta okkur.“ „Við sýndum mikinn karakter, við lendum einhverjum sex mörkum undir en náum að minnka í eitt og náum að jafna, ef heppnin hefði verið með okkur hefðum við klárað leikinn. Hugsanlega, það kostar orku að ná upp muni en það verður að hrósa strákunum fyrir að gefast aldrei upp og halda áfram, við áttum skilið í það minnsta stig.“ Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
ÍR-ingar unnu FH í kvöld öðru sinni í Olís-deild karla í handknattleik og komust með sigrinum örlítið nær sæti í úrslitakeppni í vor. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit hans ekki fyrr en í blálokin þegar FH-ingar köstuðu í rauninni frá sér boltanum á lokasekúndunum. ÍR fór betur af stað og náði mest sex mörkum yfir, 13-7, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra. Þeir hertu tökin í vörninni og skoruðu tíu mörk gegn fimm á síðustu þrettán mínútum fyrri hálfleiks. Munurinn því aðeins eitt mark þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik og munaði þar mestu um stórleik Ísaks Rafnssonar skyttu og innkomu Sigurðar Arnar Arnarssonar í markið. FH-ingar náðu að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks en ÍR-ingum tókst alltaf að vera einu skrefi framar og láta heimamenn elta sig. Heimamenn náðu aldrei að komast yfir og átti það mögulega sinn þátt í því að þeir virkuðu stressaðir í sóknaraðgerðum sínum sem lýsti sér best í lokasókninni. Þar höfðu þeir nægan tíma, sautján sekúndur til leiksloka, einföld uppstillt sókn en einföld sending á næsta mann var ekki gripin og boltinn fór sína leið útaf vellinum. ÍR-ingar þurftu því ekki annað en að halda boltanum síðustu sekúndurnar til þess að tryggja sér tvö gríðarlega mikilvæg stig.Bjarki: Vonandi eykst sjálfstraustið „Við erum búnir að vera inni í öllum leikjum, við erum búnir að spila fyrri hálfleikana mjög vel en svo hafa menn einhvern veginn misst móðinn í síðari hálfleik og verið að reyna að halda forskoti eða haldið að þeir þyrftu að sækja eitthvað forskot, hafa verið að flýta sér mikið. Það er það sem hefur verið okkar vandamál hingað til. Sjálfsöryggið í liðinu brotnar þegar þú ferð að tapa leikjum, sérstaklega ef þeir eru margir, en þetta var bara karaktersigur liðsins,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR ánægður en þreyttur í leikslok. „Það var gaman að sjá að varnarleikurinn var á löngum köflum bara mjög góður hjá okkur, sóknarlega spiluðum við skynsamlega fannst mér og leikmenn héldu konsepti. Menn hættu í rauninni aldrei, það er það sem í rauninni skilur á milli í dag. Við svo sem vitum alveg hvað við getum. Þegar strákarnir spila sinn besta bolta þá erum við illviðráðanlegir. En þegar sjálfstraustið er farið og menn sökkva sér ofan í gryfjuna þá þarftu góða skóflu til að moka þig upp. Að sjálfsögðu hjálpar þessi sigurleikur okkur, þetta hífir okkur aðeins upp á næsta plan og vonandi verður bara framhald á. Við erum búnir að æfa vel og í rauninni var það liðsheildin sem skóp þetta í dag.“ Bjarki telur sigurinn geta lagt grunn að því að liðið haldist í baráttunni um úrslitakeppnissætið: „Við það að tapa þessum leik eða að tapa stigi hefði myndast ákveðin gjá á milli sjötta og fimmta, fjórða og þriðja sæti. Þess vegna þurftum við að gefa í til að koma okkur í einhverja baráttu um það komast í úrslitakeppnina. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með vinnu strákanna og þeir sönnuðu það að þetta er vel hægt. Þarna kom svona smá sjálfstraust og vonandi bara eykst það með komandi æfingum og leikjum.“Einar Andri: Áttum skilið stig í það minnsta „Við byrjuðum leikinn á því að henda boltanum hvað eftir annað í hendurnar á þeim og fengum hraðaupphlaup í bakið. Við það kom kom óöryggi í vörnina og markverðina strax. Við vorum ekki klárir sóknarlega til að byrja með. En eftir svona fyrstu fimmtán mínúturnar fannst mér við vera að spila sóknarlega mjög vel. Við vorum bara klaufar að ná ekki að vinna þennan leik, við höfðum möguleika á því en því miður þá gekk það ekki,“ sagði Einar Andri þjálfari FH eftir leik og benti á að fjöldi lykilmanna er meiddur. „Við erum pínulítið laskaðir. Við missum aðalmarkvörðinn okkar út og svo misstum við Sigurð sem er fyrsti maður á línu hjá okkur og spilar vörnina líka og síðan er Ragnar að koma inn þannig að við erum bara ennþá að tjasla þessu saman. Ýmislegt annað sem er búið að vera að hrjá okkur, Andri er búinn að vera meiddur líka þannig að ég myndi kannski segja að það er margt sem við erum að breyta og margt sem við erum að gera öðruvísi en við vorum að gera fyrir áramótin. Það má heldur ekki gleyma því að við erum með ungan strák í markinu sem er að stíga sín fyrstu skref og fleiri unga stráka. Við þurfum bara að halda áfram og reyna að bæta okkur.“ „Við sýndum mikinn karakter, við lendum einhverjum sex mörkum undir en náum að minnka í eitt og náum að jafna, ef heppnin hefði verið með okkur hefðum við klárað leikinn. Hugsanlega, það kostar orku að ná upp muni en það verður að hrósa strákunum fyrir að gefast aldrei upp og halda áfram, við áttum skilið í það minnsta stig.“
Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira