Enn minni jepplingur frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2014 13:45 Hinn laglegast jepplingur. Bílaframleiðendur keppast við að bjóða smáa jepplinga en svo virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þannig bílum nú um stundir. Volkswagen hefur haft í sölu Tiguan jepplinginn til nokkurs tíma, en í bígerð er enn minni jepplingur sem fengið hefur nafnið Taigun. Þessi bíll var fyrst sýndur sem hugmyndabíll í október á árið 2012 á bílasýningu í Sao Paulo í Brasilíu. Hann mun sjást aftur nær endanlegri útfærslu bílsins á bílasýningu í Nýju Delí í Indlandi bráðlega. Bíllinn er með smárri 1,0 lítra forþjöppudrifinni dísilvél, 108 hestöfl og verður mjög sparneytinn. Eyðsla bílsins verður 4,7 lítrar á hverja 100 kílómetra. Hann er samt enginn aumingi og kemst í hundraðið á 9,2 sekúndum og er með hámarkshraðann 185 km/klst. Bíllinn mun aðeins fást með 6 gíra beinskiptingu, væntanlega til að halda niðri verði hans. Hann er mjög léttur, eða aðeins 995 kíló. Volkswagen segir að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærra lagi sé bæði höfuð- og fótarými í bílnum yfrið. Það er ástæða fyrir því að bíllinn verður sýndur í Indlandi en Volkswagen ætlar honum stóra hluti þar í landi og mun líklega fyrst setja hann á markað þar. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla hefst á Volkswagen Taigun.Einfaldur en framúrstefnulegur að innan.Laglegur frá öllum hliðum. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent
Bílaframleiðendur keppast við að bjóða smáa jepplinga en svo virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þannig bílum nú um stundir. Volkswagen hefur haft í sölu Tiguan jepplinginn til nokkurs tíma, en í bígerð er enn minni jepplingur sem fengið hefur nafnið Taigun. Þessi bíll var fyrst sýndur sem hugmyndabíll í október á árið 2012 á bílasýningu í Sao Paulo í Brasilíu. Hann mun sjást aftur nær endanlegri útfærslu bílsins á bílasýningu í Nýju Delí í Indlandi bráðlega. Bíllinn er með smárri 1,0 lítra forþjöppudrifinni dísilvél, 108 hestöfl og verður mjög sparneytinn. Eyðsla bílsins verður 4,7 lítrar á hverja 100 kílómetra. Hann er samt enginn aumingi og kemst í hundraðið á 9,2 sekúndum og er með hámarkshraðann 185 km/klst. Bíllinn mun aðeins fást með 6 gíra beinskiptingu, væntanlega til að halda niðri verði hans. Hann er mjög léttur, eða aðeins 995 kíló. Volkswagen segir að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærra lagi sé bæði höfuð- og fótarými í bílnum yfrið. Það er ástæða fyrir því að bíllinn verður sýndur í Indlandi en Volkswagen ætlar honum stóra hluti þar í landi og mun líklega fyrst setja hann á markað þar. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla hefst á Volkswagen Taigun.Einfaldur en framúrstefnulegur að innan.Laglegur frá öllum hliðum.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent