Flottasta bílauppboðið Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2014 12:29 Ekki fer illa um bílana í Le Grand Palais höllinni. Jalopnik Efnuðustu bílsafnarar heims flykkjast nú til Parísar til að krækja í gæsilega forngripi sem verða boðnir upp á vegum bílauppboðs Bonham í Le Grand Palais. Sjaldan hafa bílar verið boðnir upp á flottari stað en þessum og vel viðrar um dýrgripina í rúmri höllinni. Bílarnir sem þarna verðir boðnir upp eiga einmitt skilið að vera í svo glæstu umhverfi sem þessi og eru margir hverjir í stíl við glæsileikann þar. Mikið er um sportbíla og keppnisbíla á þessu uppboði í bland við fallega ameríska bíla frá gullaldarárum stóru drekanna. Uppboðið hófst í dag kl. 10:30 og víst er að stórar upphæðir munu skipta um hendur á þessu einstaka uppboði. Sjaldséðir dýrgripir verða boðnir upp.Ekki eru alliur bílarnir eldgamlir en samt komnir á virðulegan aldur.Glæsilegir bílar í glæsilegri höll. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent
Efnuðustu bílsafnarar heims flykkjast nú til Parísar til að krækja í gæsilega forngripi sem verða boðnir upp á vegum bílauppboðs Bonham í Le Grand Palais. Sjaldan hafa bílar verið boðnir upp á flottari stað en þessum og vel viðrar um dýrgripina í rúmri höllinni. Bílarnir sem þarna verðir boðnir upp eiga einmitt skilið að vera í svo glæstu umhverfi sem þessi og eru margir hverjir í stíl við glæsileikann þar. Mikið er um sportbíla og keppnisbíla á þessu uppboði í bland við fallega ameríska bíla frá gullaldarárum stóru drekanna. Uppboðið hófst í dag kl. 10:30 og víst er að stórar upphæðir munu skipta um hendur á þessu einstaka uppboði. Sjaldséðir dýrgripir verða boðnir upp.Ekki eru alliur bílarnir eldgamlir en samt komnir á virðulegan aldur.Glæsilegir bílar í glæsilegri höll.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent