20 ára afmælisútgáfa Audi RS Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2014 10:45 Afmælisútgáfan Audi RS4 Avant Nogaro. Automobile Liðin eru 20 ár frá því Audi tók þá skemmtilegu stefnu að smíða kraftaútgáfu af einum bíla sinna, þ.e. Audi Avant RS2. Nú er svo komið að af flestum bílgerðum Audi eru til S eða RS kraftaútgáfur. Í dag býður Audi uppá hinn nýja RS3, hefur framleitt 3 kynslóðir af RS4 og RS6 og eina kynslóð af RS5, RS7, RS Q5 og RS Q3. Til að fagna 20 árunum ætlar Audi að framleiða afmælisútgáfu Audi RS4 Avant og fær hann að auki nafnið Nogaro í endann og verður í sama bláa lit og fyrsti RS bíllinn. Afmælisútgáfan er með sömu vél og venjulegur RS4, 450 hestafla V8 vél og 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Munurinn felst því í nokkrum breytingum á ytra byrði bílsins sem og í innréttingunni. Gluggaumgjörð, grill og útblástursrör er allt svartglans litað og þakbogarnir í mattsvörtu og hann er á 20 tommu felgum. Kaupendur geta valið á milli blálitaðs alcantara áklæðis í sætum og hliðum, eða svartlitaðs rúskinns. Stýrið er með svart stagað leður með bláum þræði og innréttingin er reyndar öll stögum með blálitum þræði. Fyrsti RS2 bíllinn vakti mikla lukku á sínum tíma og var sko enginn aumingi þó liðin sé 20 ár frá komu hans. Hann var með 5 strokka og 2,2 lítra 315 hestafla vél og var fjórhjóladrifinn eins og allir RS bílar Audi. Við þróun þess bíls fékk Audi aðstoð frá Porsche svo skapa mætti þetta tryllitæki sem í leið væri praktískur fjölskyldubíll. Afmælisútgáfan, Audi Avant RS4 Nogaro, mun kosta 87.300 Evrur, eða 13,7 milljónir króna. Nýi bíllinn er 4,7 sekúndur í hundraðið, en sá fyrsti sem nú er 20 ára var 5,4 sekúndur. Ekki er því neinn ógnarmunur á þeim nýja og gamla hvað upptak varðar. Innanrými bílsins. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Liðin eru 20 ár frá því Audi tók þá skemmtilegu stefnu að smíða kraftaútgáfu af einum bíla sinna, þ.e. Audi Avant RS2. Nú er svo komið að af flestum bílgerðum Audi eru til S eða RS kraftaútgáfur. Í dag býður Audi uppá hinn nýja RS3, hefur framleitt 3 kynslóðir af RS4 og RS6 og eina kynslóð af RS5, RS7, RS Q5 og RS Q3. Til að fagna 20 árunum ætlar Audi að framleiða afmælisútgáfu Audi RS4 Avant og fær hann að auki nafnið Nogaro í endann og verður í sama bláa lit og fyrsti RS bíllinn. Afmælisútgáfan er með sömu vél og venjulegur RS4, 450 hestafla V8 vél og 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Munurinn felst því í nokkrum breytingum á ytra byrði bílsins sem og í innréttingunni. Gluggaumgjörð, grill og útblástursrör er allt svartglans litað og þakbogarnir í mattsvörtu og hann er á 20 tommu felgum. Kaupendur geta valið á milli blálitaðs alcantara áklæðis í sætum og hliðum, eða svartlitaðs rúskinns. Stýrið er með svart stagað leður með bláum þræði og innréttingin er reyndar öll stögum með blálitum þræði. Fyrsti RS2 bíllinn vakti mikla lukku á sínum tíma og var sko enginn aumingi þó liðin sé 20 ár frá komu hans. Hann var með 5 strokka og 2,2 lítra 315 hestafla vél og var fjórhjóladrifinn eins og allir RS bílar Audi. Við þróun þess bíls fékk Audi aðstoð frá Porsche svo skapa mætti þetta tryllitæki sem í leið væri praktískur fjölskyldubíll. Afmælisútgáfan, Audi Avant RS4 Nogaro, mun kosta 87.300 Evrur, eða 13,7 milljónir króna. Nýi bíllinn er 4,7 sekúndur í hundraðið, en sá fyrsti sem nú er 20 ára var 5,4 sekúndur. Ekki er því neinn ógnarmunur á þeim nýja og gamla hvað upptak varðar. Innanrými bílsins.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent