Toyota fimmfaldar hagnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 14:30 Úr samsetningaverksmiðju Toyota. Vel gekk hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður af rekstri fimmfaldaðist á tímabilinu og er það helst að þakka lækkandi gengi japanska yensins. Söluaukning Toyota á fjórða ársfjórðungi nam 10% og seldi Toyota 2.317.000 bíla á þessum þremur mánuðum. Hagnaðurinn var 579 milljarðar króna. Japanska yenið lækkaði um 23% í fyrra og hefur það ekki bara hjálpað Toyota heldur öllum japönsku bílaframleiðendunum. Hagnaður Toyota er talinn verða jafnmikill á árinu 2013 og hagnaður GM og Volkswagen til samans. Þegar Toyota gerir upp rekstrarár sitt við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, sem er í sjálfu sér undarlegt bókhald, er gert ráð fyrir að fyrirtækið skili 2.100 milljarða króna hagnaði sem yrði 14% meiri hagnaður en upphaflegar áætlanir Toyota hljóðuðu uppá. Vel gekk hjá Toyota að selja bíla í Bandaríkjunum, en hún jókst um 7,4% árið 2013 og nam 2,24 milljónum bíla. Búist er við 100.000 bíla aukningu í ár þar. Enn betur gekk í Kína en þar jókst salan um 9,2% og seldust þar 917.500 bílar. Þar ætlar Toyota að selja 1,1 milljón bíla í ár. Salan í Evrópu var 824.000 bílar og jókst um 8% milli ára. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent
Vel gekk hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður af rekstri fimmfaldaðist á tímabilinu og er það helst að þakka lækkandi gengi japanska yensins. Söluaukning Toyota á fjórða ársfjórðungi nam 10% og seldi Toyota 2.317.000 bíla á þessum þremur mánuðum. Hagnaðurinn var 579 milljarðar króna. Japanska yenið lækkaði um 23% í fyrra og hefur það ekki bara hjálpað Toyota heldur öllum japönsku bílaframleiðendunum. Hagnaður Toyota er talinn verða jafnmikill á árinu 2013 og hagnaður GM og Volkswagen til samans. Þegar Toyota gerir upp rekstrarár sitt við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, sem er í sjálfu sér undarlegt bókhald, er gert ráð fyrir að fyrirtækið skili 2.100 milljarða króna hagnaði sem yrði 14% meiri hagnaður en upphaflegar áætlanir Toyota hljóðuðu uppá. Vel gekk hjá Toyota að selja bíla í Bandaríkjunum, en hún jókst um 7,4% árið 2013 og nam 2,24 milljónum bíla. Búist er við 100.000 bíla aukningu í ár þar. Enn betur gekk í Kína en þar jókst salan um 9,2% og seldust þar 917.500 bílar. Þar ætlar Toyota að selja 1,1 milljón bíla í ár. Salan í Evrópu var 824.000 bílar og jókst um 8% milli ára.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent