Mótmæli upp á líf og dauða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. febrúar 2014 13:14 Gústaf var í Kænugarði dagana 22. til 24. janúar. mynd/samherji Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“ Úkraína Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“
Úkraína Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira