Veður minnkar bílasölu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 13:00 Víða í Bandaríkjunum hefur fólk þurft að glíma við snjó sem aldrei fyrr. Bílasala í Bandaríkjunum í nýliðnum janúar féll um 3% frá árinu í fyrra og er veðri kennt um minnkandi bílasölu í mánuðinum. Veður hafa verið válind víða um Bandaríkin nú í byrjun árs og það er ekki efst í huga þarlendra að flakka á milli bílaumboða, heldur frekar að halda sig heima. Gengi bílaframleiðenda var æði misjafnt í mánuðinum og féll sala General Motors um 12% og um 7% hjá Ford og Toyota. Af minni seljendum þar þá minnkaði sala Volvo um 22%, 19% hjá Volkswagen, 12% hjá Mazda og 8% hjá Porsche. Mestri söluaukningu náði Maserati, eða 229%. Subaru heldur áfram góðu gengi sínu vestanhafs með 19% aukningu og sama á við um Jaguar/Land Rover sem jók söluna um 15%. BMW og Nissan voru með 10% aukningu og Kia og Mercedes Benz voru með 2% aukningu. Mercedes Benz heldur áfram meiri sölu en BMW, en fyrirtækin háðu mikla baráttu í fyrra í Bandaríkjunum á fjölda seldra bíla. Náði Mercedes Benz tæpum 24.000 bílum en BMW rúmum 18.000 bílum í janúar. Audi seldi ríflega 10.000 bíla en Lexus tæplega 18.000 bíla. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent
Bílasala í Bandaríkjunum í nýliðnum janúar féll um 3% frá árinu í fyrra og er veðri kennt um minnkandi bílasölu í mánuðinum. Veður hafa verið válind víða um Bandaríkin nú í byrjun árs og það er ekki efst í huga þarlendra að flakka á milli bílaumboða, heldur frekar að halda sig heima. Gengi bílaframleiðenda var æði misjafnt í mánuðinum og féll sala General Motors um 12% og um 7% hjá Ford og Toyota. Af minni seljendum þar þá minnkaði sala Volvo um 22%, 19% hjá Volkswagen, 12% hjá Mazda og 8% hjá Porsche. Mestri söluaukningu náði Maserati, eða 229%. Subaru heldur áfram góðu gengi sínu vestanhafs með 19% aukningu og sama á við um Jaguar/Land Rover sem jók söluna um 15%. BMW og Nissan voru með 10% aukningu og Kia og Mercedes Benz voru með 2% aukningu. Mercedes Benz heldur áfram meiri sölu en BMW, en fyrirtækin háðu mikla baráttu í fyrra í Bandaríkjunum á fjölda seldra bíla. Náði Mercedes Benz tæpum 24.000 bílum en BMW rúmum 18.000 bílum í janúar. Audi seldi ríflega 10.000 bíla en Lexus tæplega 18.000 bíla.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent