Ban Ki-moon mætir til Sotsjí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 18:00 Ban Ki-moon og Barack Obama lyfta glösum. Vísir/Getty Ban Ki-moon, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað mætingu sína á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí sem fram fer á föstudaginn. Hann mun einnig nýta tækifærið og funda með þjóðarleiðtogum annarra landa. Nokkrir af helstu leiðtogum heimsins verða þó fjarverandi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollande, forseti Frakklands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafa allir boðað forföll. Er talið að ástæðuna megi í það minnsta að hluta rekja til viðhorfs Rússa gagnvart samkynhneigðum. Rússar hafa hlotið mikla gagnrýni og hefur íþróttafólk og þjóðarleiðtogar verið hvatt til að sniðganga leikanna sökum laga sem tóku gildi síðastliðið sumar. Nýju lögin banna að fjallað sé um samkynhneigð í nærveru barna eða að nokkur áróður sé hafður í frammi gagnvart börnum.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur staðfest að allir séu velkomnir á leikana óháð kynhneigð. Hann fullyrðir að engin mismunun eigi sér stað gagnvart samkynhneigðum í Rússlandi. Undir það tók sendiherra Rússlands á Íslandi á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. „Það eru engin vandamál. Lög okkar takmarka ekki réttindi samkynhneigðra á nokkurn hátt nema að því leyti að við viljum að börn séu látin í friði,“ segir Andrei Tsyganov. Lögin banna „áróður“ fyrir samtökum samkynhneigðra gagnvart börnum. „Þú mátt gera hvað sem þú vilt er snertir samkynhneigð en láttu börnin eiga sig.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Ban Ki-moon, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað mætingu sína á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí sem fram fer á föstudaginn. Hann mun einnig nýta tækifærið og funda með þjóðarleiðtogum annarra landa. Nokkrir af helstu leiðtogum heimsins verða þó fjarverandi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollande, forseti Frakklands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafa allir boðað forföll. Er talið að ástæðuna megi í það minnsta að hluta rekja til viðhorfs Rússa gagnvart samkynhneigðum. Rússar hafa hlotið mikla gagnrýni og hefur íþróttafólk og þjóðarleiðtogar verið hvatt til að sniðganga leikanna sökum laga sem tóku gildi síðastliðið sumar. Nýju lögin banna að fjallað sé um samkynhneigð í nærveru barna eða að nokkur áróður sé hafður í frammi gagnvart börnum.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur staðfest að allir séu velkomnir á leikana óháð kynhneigð. Hann fullyrðir að engin mismunun eigi sér stað gagnvart samkynhneigðum í Rússlandi. Undir það tók sendiherra Rússlands á Íslandi á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. „Það eru engin vandamál. Lög okkar takmarka ekki réttindi samkynhneigðra á nokkurn hátt nema að því leyti að við viljum að börn séu látin í friði,“ segir Andrei Tsyganov. Lögin banna „áróður“ fyrir samtökum samkynhneigðra gagnvart börnum. „Þú mátt gera hvað sem þú vilt er snertir samkynhneigð en láttu börnin eiga sig.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira