Körfubolti

Fyrsti sigur Rondo í rúmt ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rajon Rondo í leiknum í nótt.
Rajon Rondo í leiknum í nótt. Vísir/AP
Aðeins einn leikur fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá hafði Boston Celtics betur gegn Orlando Magic, 96-89.

Rajon Rondo sneri til baka í síðasta mánuði eftir að hafa verið frá í tæpt ár vegna krossbandsslita en ekki spilað með liðinu í sigurleik fyrir gærkvöldið.

Rondo skoraði nítján stig og gaf tíu stoðsendingar en hann nýtti níu af ellefu skotum sínum í leiknum. Jared Sullinger skoraði 21 stig fyrir Boston, þar af sjö í fjórða leikhluta.

Orlando lenti mest tólf stigum undir leiknum en náði að minnka muninn í eitt stig í fjórða leikhluta. Nær komst þó liðið ekki en Brandon Bass var stigahæsti leikmaður liðsins með nítján stig auk þess sem hann tók níu fráköst.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×