Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-HK | Eyjamenn upp í 2. sætið eftir stórsigur Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. febrúar 2014 13:00 Vísir/Daníel Eyjamenn eru komnir upp í annað sætið í Olís-deild karla eftir átta marka sigur á botnliði HK, 25-17, í Vestmannaeyjum í dag en þetta var lokaleikur 12. umferðar deildarinnar. HK er langneðst í deildinni, er bara með 3 stig í 12 leikjum og hefur nú tapað öllum sex útileikjum sínum á leiktíðinni. Theodór Sigurbjörnsson og Róbert Aron Hostert skoruðu báðir fimm mörk fyrir ÍBV og markverðirnir, Kolbeinn Aron Ingibjargarson (12/1 varin skot, 48%) og Henrik Vikan Eidsvag (7/1 varin skot, 64%) vörðu báðir mjög vel. Tryggvi Þór Tryggvason og Garðar Svansson voru markahæstir hjá HK með fjögur mörk hvort.Leikurinn var í miklu jafnvægi í byrjun en það var aðallega vegna þess að markmenn liðanna vörðu gríðarlega vel. Jafnt var á öllum tölum upp í 4-4 en þá skildust leiðir. Heimamenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og komust í þriggja marka forystu sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn og náðu að bæta við einu marki fyrir hlé, staðan var því 11-7 í hálfleik. Björn Ingi Friðþjófsson varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast, hann var langbesti leikmaður HK og ástæðan fyrir því að liðið tapaði ekki með fleiri mörkum. Markverðir Eyjamanna voru einnig frábærir og varði Kolbeinn Aron 48% skota sem hann fékk á sig eða 12 skot. Henrik Vikan Eidsvag var að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið og varði 7 bolta á þeim tíu mínútum sem hann spilaði. Í seinni hálfleik léku Eyjamenn á alls oddi og skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan að HK-ingar áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá Kolbeini í markinu. Eyjamenn skoruðu fimm mörk í röð og komu sér tíu mörkum yfir í 20-10. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir sauð upp úr en þá fór Davíð Ágústsson mjög harkalega í Agnar Smára Jónsson sem brást vægast sagt illa við og fór rakleiðis að Davíð og húðskammaði hann. Dómarar leiksins gerðu það eina rétta í stöðunni og vísuðu leikmönnunum útaf með rautt spjald. Þetta átti ekki eftir a hafa nein áhrif á leikinn en lokastaðan var eins og áður segir 25-17 heimamönnum í vil.Samúel Ívar Árnason: Harður leikur milli tveggja sterkra liða „Mér fannst þetta vera harður leikur milli tveggja liða sem vildu leggja allt í sölurnar, þeir voru með betri nýtingu úr færunum í dag heldur en við og það var það sem skildi liðin að í dag,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK eftir tap sinna manna í dag. „Það er gaman að fá þá inn, algjört lykilatriði eiginlega. Hákon kveikir í mönnum við hliðina á sér og Vilhelm er frábær leikmaður,“ sagði Samúel um Vilhelm Gauta og Hákon Bridde sem eru nýju mennirnir í HK-liðinu. „Ég sé atvikið ekki nógu vel, en menn í báðum liðum eiga hrós skilið fyrir að bregðast skjótt við. Mér fannst þetta bara vera harkaleg tækling en ekkert meira en það,“ sagði Samúel svo um brotið sem átti sér stað undir lokin þegar Agnar Smári Jónsson og Davíð Ágústsson áttust við.Gunnar Magnússon: Getum ekki kvartað undan markvörslu í dag „Það er gott að byrja svona vel eftir langa pásu, við erum búnir að æfa vel og það er gott að fá Róbert aftur inn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna eftir sannfærandi sigur sinna manna á heimavelli í dag. „Henrik fékk tíu mínútur í dag og stóð sig vel, Kolbeinn var frábær, við getum ekki kvartað undan markvörslunni í dag,“ sagði Gunnar um markmennina sína í dag. Haukur Jónsson hefur einnig spilað mikið í vetur og segir Gunnar mikla samkeppni vera um markvarðarstöðuna. „Framarar eru sterkir, þetta er erfiður útivöllur. Þeir hafa hrikalega gott lið og þetta verður erfiður leikur og okkur hlakkar til,“ sagði Gunnar að lokum um næsta leik gegn Fram í Safamýrinni. Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Eyjamenn eru komnir upp í annað sætið í Olís-deild karla eftir átta marka sigur á botnliði HK, 25-17, í Vestmannaeyjum í dag en þetta var lokaleikur 12. umferðar deildarinnar. HK er langneðst í deildinni, er bara með 3 stig í 12 leikjum og hefur nú tapað öllum sex útileikjum sínum á leiktíðinni. Theodór Sigurbjörnsson og Róbert Aron Hostert skoruðu báðir fimm mörk fyrir ÍBV og markverðirnir, Kolbeinn Aron Ingibjargarson (12/1 varin skot, 48%) og Henrik Vikan Eidsvag (7/1 varin skot, 64%) vörðu báðir mjög vel. Tryggvi Þór Tryggvason og Garðar Svansson voru markahæstir hjá HK með fjögur mörk hvort.Leikurinn var í miklu jafnvægi í byrjun en það var aðallega vegna þess að markmenn liðanna vörðu gríðarlega vel. Jafnt var á öllum tölum upp í 4-4 en þá skildust leiðir. Heimamenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og komust í þriggja marka forystu sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn og náðu að bæta við einu marki fyrir hlé, staðan var því 11-7 í hálfleik. Björn Ingi Friðþjófsson varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast, hann var langbesti leikmaður HK og ástæðan fyrir því að liðið tapaði ekki með fleiri mörkum. Markverðir Eyjamanna voru einnig frábærir og varði Kolbeinn Aron 48% skota sem hann fékk á sig eða 12 skot. Henrik Vikan Eidsvag var að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið og varði 7 bolta á þeim tíu mínútum sem hann spilaði. Í seinni hálfleik léku Eyjamenn á alls oddi og skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan að HK-ingar áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá Kolbeini í markinu. Eyjamenn skoruðu fimm mörk í röð og komu sér tíu mörkum yfir í 20-10. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir sauð upp úr en þá fór Davíð Ágústsson mjög harkalega í Agnar Smára Jónsson sem brást vægast sagt illa við og fór rakleiðis að Davíð og húðskammaði hann. Dómarar leiksins gerðu það eina rétta í stöðunni og vísuðu leikmönnunum útaf með rautt spjald. Þetta átti ekki eftir a hafa nein áhrif á leikinn en lokastaðan var eins og áður segir 25-17 heimamönnum í vil.Samúel Ívar Árnason: Harður leikur milli tveggja sterkra liða „Mér fannst þetta vera harður leikur milli tveggja liða sem vildu leggja allt í sölurnar, þeir voru með betri nýtingu úr færunum í dag heldur en við og það var það sem skildi liðin að í dag,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK eftir tap sinna manna í dag. „Það er gaman að fá þá inn, algjört lykilatriði eiginlega. Hákon kveikir í mönnum við hliðina á sér og Vilhelm er frábær leikmaður,“ sagði Samúel um Vilhelm Gauta og Hákon Bridde sem eru nýju mennirnir í HK-liðinu. „Ég sé atvikið ekki nógu vel, en menn í báðum liðum eiga hrós skilið fyrir að bregðast skjótt við. Mér fannst þetta bara vera harkaleg tækling en ekkert meira en það,“ sagði Samúel svo um brotið sem átti sér stað undir lokin þegar Agnar Smári Jónsson og Davíð Ágústsson áttust við.Gunnar Magnússon: Getum ekki kvartað undan markvörslu í dag „Það er gott að byrja svona vel eftir langa pásu, við erum búnir að æfa vel og það er gott að fá Róbert aftur inn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna eftir sannfærandi sigur sinna manna á heimavelli í dag. „Henrik fékk tíu mínútur í dag og stóð sig vel, Kolbeinn var frábær, við getum ekki kvartað undan markvörslunni í dag,“ sagði Gunnar um markmennina sína í dag. Haukur Jónsson hefur einnig spilað mikið í vetur og segir Gunnar mikla samkeppni vera um markvarðarstöðuna. „Framarar eru sterkir, þetta er erfiður útivöllur. Þeir hafa hrikalega gott lið og þetta verður erfiður leikur og okkur hlakkar til,“ sagði Gunnar að lokum um næsta leik gegn Fram í Safamýrinni.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira