Körfubolti

Stuð á Stjörnuleiknum í New Orleans | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fór fram í nótt þar sem Austurdeildin vann 163-155 sigur á Vesturdeildinni og endaði þriggja leikja taphrinu.

Fyrir leikinn var mikil sýning í höllinni í New Orleans þar sem leikurinn fór fram að þessu sinni og það er hægt að sjá myndband af henni hér fyrir ofan. Söngvarinn vinsæli Pharrell Williams fór þar meðal annars á kostum.

Það var annars nóg af verðlaunahöfum á Stjörnuhelginni.

Kyrie Irving frá Cleveland Cavaliers var valinn maður leiksins en hann var með 31 stig og 14 stoðsendingar og hitti úr 14 af 17 skotum sínum.

Marco Belinelli frá San Antonio Spurs vann þriggja stiga skotkeppnina en Bradley Beal frá Washington Wizards varð annar.

John Wall frá Washington Wizards vann troðslukeppnina sem olli reyndar smá vonbrigðum.

Lið skipað þeim Trey Burke frá Utah Jazz og Damian Lillard frá Portland Trail Blazers vann keppni boltatækni.

Lið Chris Bosh frá Miami Heat vann skotkeppnina en með honum í liðinu voru þau Swin Cash frá Chicago Sky og Dominique Wilkins (hættur).

Hér fyrir neðan má einnig finna nokkur myndbönd frá Stjörnuhelginni.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×