Bæturnar hefðu mátt vera hærri Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2014 20:11 Húsið á Stokkseyri þar sem hin hrottafullaárás fór fram. Bæturnar fyrir eitt fórnarlambanna í Stokkseyrarmálinu hefðu mátt vera hærri, að mati réttargæslumanns hans, Björns Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns. „Þetta var svo hrottafengin árás á umbjóðanda minn,“ segir hann. Umbjóðandi Björns er sá sem var haldið í tæpan sólarhring og meðal annars fluttur í hús á Stokkseyri. Þar var ráðist á manninn og hann meðal annars sleginn með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn með svartan plastpoka um sig í kjallara hússins. Hann var bundinn við burðarstoð með beisli um höfuðið þannig að mélin voru í munni hans. Maðurinn krafðist rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna árásarinnar. Hann fékk tvær og hálfa milljón í miskabætur og bætur fyrir vinnutap og tannlæknakostnað en ein tönn brotnaði í árásinni. Samtals nam bótafjárhæðin tæpum þremur milljónum króna. Maðurinn getur ekki áfrýjað þeim þætti málsins sem snýr að bótunum til Hæstaréttar og aðeins verður fjallað um þann þátt málsins fyrir Hæstarétti ef ákæruvaldið eða hinir dæmdu áfrýja dómnum. „Þeir eru allir samábyrgir fyrir allri fjárhæðinni,“ segir Björn. Ríkissjóður ábyrgist greiðslu bótanna. En samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota kemur fram að ríkissjóður greiðir bætur fyrir miska upp að þremur milljónum króna. Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02 Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Stokkseyrarmálinu rétt í þessu. 14. febrúar 2014 13:02 Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Bæturnar fyrir eitt fórnarlambanna í Stokkseyrarmálinu hefðu mátt vera hærri, að mati réttargæslumanns hans, Björns Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns. „Þetta var svo hrottafengin árás á umbjóðanda minn,“ segir hann. Umbjóðandi Björns er sá sem var haldið í tæpan sólarhring og meðal annars fluttur í hús á Stokkseyri. Þar var ráðist á manninn og hann meðal annars sleginn með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn með svartan plastpoka um sig í kjallara hússins. Hann var bundinn við burðarstoð með beisli um höfuðið þannig að mélin voru í munni hans. Maðurinn krafðist rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna árásarinnar. Hann fékk tvær og hálfa milljón í miskabætur og bætur fyrir vinnutap og tannlæknakostnað en ein tönn brotnaði í árásinni. Samtals nam bótafjárhæðin tæpum þremur milljónum króna. Maðurinn getur ekki áfrýjað þeim þætti málsins sem snýr að bótunum til Hæstaréttar og aðeins verður fjallað um þann þátt málsins fyrir Hæstarétti ef ákæruvaldið eða hinir dæmdu áfrýja dómnum. „Þeir eru allir samábyrgir fyrir allri fjárhæðinni,“ segir Björn. Ríkissjóður ábyrgist greiðslu bótanna. En samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota kemur fram að ríkissjóður greiðir bætur fyrir miska upp að þremur milljónum króna.
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02 Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Stokkseyrarmálinu rétt í þessu. 14. febrúar 2014 13:02 Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09
Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45
Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22
Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28
Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02
Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Stokkseyrarmálinu rétt í þessu. 14. febrúar 2014 13:02
Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56