Nissan Leaf mest seldi bíllinn í Noregi það sem af er 2014 Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 08:45 Nissan Leaf hlaðinn. Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent
Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent