Nissan Leaf mest seldi bíllinn í Noregi það sem af er 2014 Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 08:45 Nissan Leaf hlaðinn. Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent