Umfjöllun og viðtöl: Akureyri-FH 24-23 | Kristján Orri tryggði Akureyri sigur í blálokin Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 13. febrúar 2014 18:15 Kristján Orri Jóhannsson var hetja Akureyringa í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti FH í 24-23 sigri í Olís-deild karla í handbolta. Markið kom aðeins átta sekúndum fyrir leikslok. Akureyringar leituðu hefnda í kvöld og tókst það. FH-liðið sló AKureyri út úr bikarnum á þessum sama velli í framlengdum leik í byrjun vikunnar en varð nú að sætta sig við fimmta deildartapið í röð. Það var ekki boðið upp á neinn háklassa handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld en dramatíkin og baráttan var þó til staðar í jöfnum og spennandi leik. Mikið var um mistök og liðin virtust á köflum vera að keppast um að losa sig við boltann en það gæti vel hafa setið í leikmönnum að þessi sömu lið áttust við fyrir aðeins þremur dögum í leik sem þurfti að framlengja. Jafnt var á næstum öllum tölum út fyrri hálfleikinn en bæði lið áttu það í raun sameiginlegt að markmenn þeirra mættu ekki til leiks af alvöru fyrr en í seinni hálfleik en þegar flautað var til hálfleiks þá voru fjórir markmenn búnir að spreyta sig og ná að verja samtals átta skot sem seint verður talið gott. Það sama verður ekki sagt um Bjarna Fritzson sem var allt í öllu í sóknarleik heimamanna hvort sem það var fyrir utan, í horninu eða á vítapunktinum og endaði leikinn með 11 mörk úr 14 skotum en næstur á eftir honum var Kristján Orri Jóhannsson með fimm mörk og þar af voru tvö af þremur síðustu mörkum leiksins. Markaskorun hjá FH var öllu jafnari en hjá heimamönnum en þar voru þeir Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson markahæstir með fimm en þeir Valdimar Fannar Þórsson, Benedikt Reynir Kristinsson og Magnús Óli Magnússon með þrjú. Lokakafli leiksins var æsispennandi en þegar innan við mínúta var eftir héldu gestirnir í FH að Einar Rafn Eiðsson hefði skorað mark sem hann vissulega gerði en það var svo dæmt af vegna þess að dómarar leiksins töldu að hann hefði verið lentur áður en hann náði að losa sig við boltann. Heimamenn lögðu af stað í sókn og tóku svo leikhlé þegar aðeins um 15 sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn, 23-23. Þegar um átta sekúndur eru svo eftir af leiknum opnaðist vörn FH fyrir miðju. Kristján Orri Jóhannsson notfærði sér tækifærið, stakk sér í gegn og skilaði boltanum í netið. Leikmenn FH reyndu að taka miðjuna eins hratt og þeir gátu en um leið og þeir komu boltanum í leik var Halldór Logi Árnason mættur til að stöðva sókn þeirra. Halldór fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir en fagnaði henni innilega þar sem leiktíminn rann út á meðan og sigur heimamanna því í höfn.Einar Andri ósáttur með spilamennskuna Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var mjög ósáttur með spilamennsku sinna manna í alla staði hvort sem um var að ræða vörn, sókn eða markvörslu. Einar talaði um að þreyta virtist vera í hans mönnum eftir framlengda bikarleikinn fyrr í vikunni en FH sló þá út Akureyinga eftir mikla dramatík. Einar Andri hélt samt að sigurinn væri langt kominn þegar Einar Rafn Eiðsson skoraði undir lokin en svo var það dæmt af.Þrándur Gíslason: Við erum djöfull góðir „Það hefði verið dásamlegt að komast áfram í bikarnum og maður átti flottan leik þar,“ sagði Þrándur Gíslason þegar hann var spurður út í það hvort að þessi sigur væri jafn sætur og tapið var súrt þremur dögum áður. „Held að þetta hafi jafnvel verið aðeins mikilvægara. Fyrir töfluna var þetta eiginlega bara algjörlega nauðsynlegt að ná í tvö stig hér og það verðum við að gera aftur á sunnudag gegn ÍBV ef við ætlum að vera með.“ Ef marka má þessa síðustu tvo leiki þá eru hér jöfn lið á ferð „Já, við erum djöfull góðir og það eru þeir líka. Þetta er líklegast bara svolítið lýsandi fyrir deildina nema þetta hefur ekki alveg dottið með okkur og við höfum líka tekið nokkrar skitur. Við erum vonandi að ná því núna að vinna aðeins upp sjálfstraust og stöðugleika.“ Það er væntanlega markmiðið að komast í úrslitakeppnina? „Það er ekki spurning, við stefnum klárlega á það ennþá. Þetta er að spilast nokkuð vel fyrir okkur, allir að vinna alla og þá er stutt í pakkann. Það er bara mikilvægasta atriðið hjá okkur að halda áfram að næla í stig.“ Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Kristján Orri Jóhannsson var hetja Akureyringa í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti FH í 24-23 sigri í Olís-deild karla í handbolta. Markið kom aðeins átta sekúndum fyrir leikslok. Akureyringar leituðu hefnda í kvöld og tókst það. FH-liðið sló AKureyri út úr bikarnum á þessum sama velli í framlengdum leik í byrjun vikunnar en varð nú að sætta sig við fimmta deildartapið í röð. Það var ekki boðið upp á neinn háklassa handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld en dramatíkin og baráttan var þó til staðar í jöfnum og spennandi leik. Mikið var um mistök og liðin virtust á köflum vera að keppast um að losa sig við boltann en það gæti vel hafa setið í leikmönnum að þessi sömu lið áttust við fyrir aðeins þremur dögum í leik sem þurfti að framlengja. Jafnt var á næstum öllum tölum út fyrri hálfleikinn en bæði lið áttu það í raun sameiginlegt að markmenn þeirra mættu ekki til leiks af alvöru fyrr en í seinni hálfleik en þegar flautað var til hálfleiks þá voru fjórir markmenn búnir að spreyta sig og ná að verja samtals átta skot sem seint verður talið gott. Það sama verður ekki sagt um Bjarna Fritzson sem var allt í öllu í sóknarleik heimamanna hvort sem það var fyrir utan, í horninu eða á vítapunktinum og endaði leikinn með 11 mörk úr 14 skotum en næstur á eftir honum var Kristján Orri Jóhannsson með fimm mörk og þar af voru tvö af þremur síðustu mörkum leiksins. Markaskorun hjá FH var öllu jafnari en hjá heimamönnum en þar voru þeir Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson markahæstir með fimm en þeir Valdimar Fannar Þórsson, Benedikt Reynir Kristinsson og Magnús Óli Magnússon með þrjú. Lokakafli leiksins var æsispennandi en þegar innan við mínúta var eftir héldu gestirnir í FH að Einar Rafn Eiðsson hefði skorað mark sem hann vissulega gerði en það var svo dæmt af vegna þess að dómarar leiksins töldu að hann hefði verið lentur áður en hann náði að losa sig við boltann. Heimamenn lögðu af stað í sókn og tóku svo leikhlé þegar aðeins um 15 sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn, 23-23. Þegar um átta sekúndur eru svo eftir af leiknum opnaðist vörn FH fyrir miðju. Kristján Orri Jóhannsson notfærði sér tækifærið, stakk sér í gegn og skilaði boltanum í netið. Leikmenn FH reyndu að taka miðjuna eins hratt og þeir gátu en um leið og þeir komu boltanum í leik var Halldór Logi Árnason mættur til að stöðva sókn þeirra. Halldór fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir en fagnaði henni innilega þar sem leiktíminn rann út á meðan og sigur heimamanna því í höfn.Einar Andri ósáttur með spilamennskuna Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var mjög ósáttur með spilamennsku sinna manna í alla staði hvort sem um var að ræða vörn, sókn eða markvörslu. Einar talaði um að þreyta virtist vera í hans mönnum eftir framlengda bikarleikinn fyrr í vikunni en FH sló þá út Akureyinga eftir mikla dramatík. Einar Andri hélt samt að sigurinn væri langt kominn þegar Einar Rafn Eiðsson skoraði undir lokin en svo var það dæmt af.Þrándur Gíslason: Við erum djöfull góðir „Það hefði verið dásamlegt að komast áfram í bikarnum og maður átti flottan leik þar,“ sagði Þrándur Gíslason þegar hann var spurður út í það hvort að þessi sigur væri jafn sætur og tapið var súrt þremur dögum áður. „Held að þetta hafi jafnvel verið aðeins mikilvægara. Fyrir töfluna var þetta eiginlega bara algjörlega nauðsynlegt að ná í tvö stig hér og það verðum við að gera aftur á sunnudag gegn ÍBV ef við ætlum að vera með.“ Ef marka má þessa síðustu tvo leiki þá eru hér jöfn lið á ferð „Já, við erum djöfull góðir og það eru þeir líka. Þetta er líklegast bara svolítið lýsandi fyrir deildina nema þetta hefur ekki alveg dottið með okkur og við höfum líka tekið nokkrar skitur. Við erum vonandi að ná því núna að vinna aðeins upp sjálfstraust og stöðugleika.“ Það er væntanlega markmiðið að komast í úrslitakeppnina? „Það er ekki spurning, við stefnum klárlega á það ennþá. Þetta er að spilast nokkuð vel fyrir okkur, allir að vinna alla og þá er stutt í pakkann. Það er bara mikilvægasta atriðið hjá okkur að halda áfram að næla í stig.“
Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira