Körfubolti

Detroit vann San Antonio í fyrsta leik nýja þjálfarans

Detroit Pistons gerði sér lítið fyrir og vann San Antonio Spurs, 109-100, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Svo sannarlega algjör draumabyrjun á þjálfaraferli John Loyer sem hefur lengi beðið eftir þessu tækifæri en hann tók við liðinu eftir að Maurice Cheeks var rekinn í gær.

Detroit gekk frá leiknum í fyrstu þremur leikhlutunum og það skipti engu þó sterkt lið San Antonio, sem er í öðru sæti vesturdeildar, tók sig til og vann lokafjórðunginn með ellefu stigum.

Brandon Jennings var stigahæstur í liði Detroit með 21 stig en allt byrjunarliðið skoraði yfir 10 stig. Greg Monroe skoraði 15 stig og tók 10 fráköst og miðherjinn Andre Drummond skoraði 14 stig og tók 9 fráköst.

Hjá San Antonio var varamaðurinn Marco Belinelli stigahæstur með 20 stig en Spurs-liðið á við meiðslavandræði að stríða um þessar mundir.

Houston Rockets er heitasta liðið í NBA-deildinni þessa dagana en það vann sjötta leikinn í röð í nótt er það lagði Minnesota Timberwolves að velli, 107-89.

Chandler Parsons skoraði mest fyrir Houston eða 20 stig en allt byrjunarliðið skoraði 14 stig eða meira. Dwight Howard bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 15 fráköstum.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá Andre Drummond, miðherja Detroit, skila niður hraustlegri hollí-hú troðslu í leiknum í nótt.

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers - Denver Nuggets 119-80

Toronto Raptors - New Orleans Pelicans 108-101

Detroit Pistons - San Antonio Spurs 109-100

Milwaukee Bucks - Boston Celtics 86-102

Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 89-107

Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 123-80

Efstu átta í austrinu:

1. Indiana 40-11

2. Miami 35-14

3. Toronto 27-24

4. Atlanta 25-24

5. Washington 25-25

6. Chicago 25-25

7. Brooklyn 23-26

8. Charlotte 22-29

Efstu átta í vestrinu:

Oklahoma City 41-12

San Antonio 37-15

Portland 36-15

LA Clippers 36-18

Houston 35-17

Phoenix 30-20

Golden State 31-21

Dallas 31-21

Heildarstöðuna má finna hér.

Dwight Howard ver skot JJ Barea upp í stúku:



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×