Patrekur: Sparaði vestismanninn fyrir rétta leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2014 23:03 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Vísir/Valli Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. Haukar slógu Val út úr Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló. Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. Haukar slógu Val út úr Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló.
Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44