Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 10. febrúar 2014 18:15 FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. Akureyri var 24-21 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en FH-ingar unnu lokamínúturnar 4-1 og tryggðu sér framlengingu. FH-liðið skoraði tvö fyrstu mörk framlengingarinnar og hélt frumkvæðinu út leikinn. Það var hálfgerð einstefna í upphafi leiks en vörn heimamanna mætti heldur betur tilbúin til leiks og virtist slá gestina í FH útaf laginu. Akureyri skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins og það tók gestina rúmlega sjö mínútur að skora fyrsta mark leiksins en það var Ragnar Jóhannsson sem var þar á ferð. Eftir um fimmtán mínútna leik var staðan 6-4 en þá hafði Ragnar Jóhansson skoraði þrjú af fjórum mörkum FH en liðsfélagar hans virtust einnig vera að vakna en meiri flæði komst á sóknarleik FH við það að setja Valdimar Fannar Þórsson niður í vinstra hornið en hann kom svo út á miðjuna þegar varnarmenn tóku skyttur FH úr l leik. Liðin skiptust á að leiða fram að hálfleiknum en það var Valþór Atli Guðrúnarson sem skoraði síðasta mark hálfleiksins beint úr aukakasti þegar um mínúta var eftir og sá til þess að heimamenn færu inn í klefa marki yfir. Leikmenn Akureyrar héldu áfram að leiða út seinni hálfleikinn en náðu aldrei að losa sig við gestina í FH sem hreinlega neituðu að gefast upp. Í hvert sinn sem heimamenn komust í þriggja marka forustu var komið að leikmönnum FH að klóra í bakkann og vinna sig aftur inn í leikinn. Það gekk þó illa að ná að jafna en það hafðist loksins rétt um mínútu fyrir lok leiks og var þar á ferð Valdimar Fannar Þórsson með eitt af sínum frægu skotum af gólfinu. Í síðustu sókn heimamanna virtist boltinn fara af varnarmanni FH og útaf en dómarar leiksins voru ósammála því og leikmenn FH lögðu af stað í síðustu sókn leiksins. Gestirnir reyndu að afgreiða leikinn með sirkúsmarki alveg undir lokin en Jovan Kukobat sá til þess að skot Einars Rafns Eiðssonar fór ekki í netið. Það voru gestirnir sem mættu grimmari í framlenginguna og eftir fyrri hálfleik hennar var munurinn kominn í þrjú mörk. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun heimamanna til að komast aftur inn í leikinn í seinni hálfleik skilaði það litlu og það var á endanum Ágúst Elí Björgvinsson sem afgreiddi leikinn með því að verja víti þegar rétt rúmlega mínúta var eftir, alls ekki slæmur árangur í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu á þessu tímabili.Ágúst Elí: Þetta var bara eins og í bók „Ég gat ekki ímyndað mér þetta áður en ég spilaði leikinn,“ sagði Ágúst Elí vægast sagt glaður eftir leik. „Sérstaklega af því að þetta var frá Bjarna og hann var búinn að setja einhver níu víti í röð en á örlagastundu þá fékk ég mitt.“ Þetta virtist vera erfið fæðing „Já, það þíðir ekkert að vera að koma norður og leggja ekki allt í þetta. Við misstum aldrei hausinn og héldum alltaf áfram. Í raun var þetta ekki spurning fyrir mér hvort að við værum að fara að koma til baka heldur hvenær, ég hafði alltaf trú á okkur.“ Ekki nema þrír dagar í næsta leik og það er aftur hér, lofarðu sambærilegri skemmtun? „Já ég meina, þeir þurfa að hefna sín og við þurfum að halda okkar. Við höfum ekki verið að standa okkur nægilega vel í deild í undanförnum leikjum og við þurfum að rífa okkur upp þar. Við erum komnir í höllina í bikarnum en núna þarf að deildin.“ Einar Andri: Það hefði verið auðvelt að gefast upp „Akureyringar leiddu leikinn lengst um,“ sagði Einar Andri Þjálfari FH eftir leik. „Við fengum að vísu síðustu sóknina og gátum unnið þetta í venjulegum leiktíma. Við töluðum um það fyrir framlenginguna að við værum búnir að sýna mikinn karakter að hanga inn í þessu allan tímann og þess vegna væri mjög sátt að klára þetta. Virkilega ánægður með karakterinn í liðinu þar sem það er búið að ganga smá illa hjá okkur, það hefði verið auðvelt að gefast upp en við héldum alltaf áfram og ég verð að gefa þeim hrós fyrir það.“ Töluverð blóðtaka væntanlega að missa Daníel í meiðsli en Ágúst Elí var heldur betur betri en ekki neinn í kvöld? „Já hann er virkilega efnilegur strákur og núna þarf hann að taka skrefið í að verða betri og svo höfum við verið með Sigga líka sem var frábær í síðasta leik þótt að það hafi ekki dugað til sigurs. Það er náttúrulega gríðarleg blóðtaka að missa Danna. Hann er einn af leiðtogunum í liðinu og landsliðmaður þannig að kemur að einhverju leiti niður á okkur. Við þurfum að vinna með það sem við höfum og við erum mjög ánægðir með þessa tvo.“ Heimir Örn: Stóðum staðir undir lok leiks „Þetta var alveg hræðilegt,“ sagði Heimir Örn afar þungur á brún eftir leik. „Ég bara átta mig ekki alveg á þessu hvernig við náðum að klúðra þessu, þetta var alveg óskiljanlegt undir lok leiks. Við stóðum staðir og Ási labbar í gegnum vörnina nokkrum sinnum, alveg hræðilegt.“ „Ég á rosalega erfitt með að sjá eitthvað jákvætt þegar ég tapa leik og í bikarkeppni sérstaklega. Ég hugsa örugglega eitthvað á morgun en núna sé ég ekkert jákvætt akkúrat núna,“ sagði Heimir þegar hann var spurður út í jákvæðu hliðar leiksins, en er þá ekki jákvætt að fá tækifæri til að hefna fyrir tapið eftir aðeins þrjá daga? „Æji ég þoli samt ekki þetta tal um að hefna sín, maður á bara að vinna í bikar og hitt er bara rugl. Þegar maður er búinn að tapa í bikar þá er maður búinn að kúka upp á bak. En þetta er skrítin deild, einn eða tveir sigrar og þá er allt opið en þá verðum við líka að fara að vinna leiki.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. Akureyri var 24-21 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en FH-ingar unnu lokamínúturnar 4-1 og tryggðu sér framlengingu. FH-liðið skoraði tvö fyrstu mörk framlengingarinnar og hélt frumkvæðinu út leikinn. Það var hálfgerð einstefna í upphafi leiks en vörn heimamanna mætti heldur betur tilbúin til leiks og virtist slá gestina í FH útaf laginu. Akureyri skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins og það tók gestina rúmlega sjö mínútur að skora fyrsta mark leiksins en það var Ragnar Jóhannsson sem var þar á ferð. Eftir um fimmtán mínútna leik var staðan 6-4 en þá hafði Ragnar Jóhansson skoraði þrjú af fjórum mörkum FH en liðsfélagar hans virtust einnig vera að vakna en meiri flæði komst á sóknarleik FH við það að setja Valdimar Fannar Þórsson niður í vinstra hornið en hann kom svo út á miðjuna þegar varnarmenn tóku skyttur FH úr l leik. Liðin skiptust á að leiða fram að hálfleiknum en það var Valþór Atli Guðrúnarson sem skoraði síðasta mark hálfleiksins beint úr aukakasti þegar um mínúta var eftir og sá til þess að heimamenn færu inn í klefa marki yfir. Leikmenn Akureyrar héldu áfram að leiða út seinni hálfleikinn en náðu aldrei að losa sig við gestina í FH sem hreinlega neituðu að gefast upp. Í hvert sinn sem heimamenn komust í þriggja marka forustu var komið að leikmönnum FH að klóra í bakkann og vinna sig aftur inn í leikinn. Það gekk þó illa að ná að jafna en það hafðist loksins rétt um mínútu fyrir lok leiks og var þar á ferð Valdimar Fannar Þórsson með eitt af sínum frægu skotum af gólfinu. Í síðustu sókn heimamanna virtist boltinn fara af varnarmanni FH og útaf en dómarar leiksins voru ósammála því og leikmenn FH lögðu af stað í síðustu sókn leiksins. Gestirnir reyndu að afgreiða leikinn með sirkúsmarki alveg undir lokin en Jovan Kukobat sá til þess að skot Einars Rafns Eiðssonar fór ekki í netið. Það voru gestirnir sem mættu grimmari í framlenginguna og eftir fyrri hálfleik hennar var munurinn kominn í þrjú mörk. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun heimamanna til að komast aftur inn í leikinn í seinni hálfleik skilaði það litlu og það var á endanum Ágúst Elí Björgvinsson sem afgreiddi leikinn með því að verja víti þegar rétt rúmlega mínúta var eftir, alls ekki slæmur árangur í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu á þessu tímabili.Ágúst Elí: Þetta var bara eins og í bók „Ég gat ekki ímyndað mér þetta áður en ég spilaði leikinn,“ sagði Ágúst Elí vægast sagt glaður eftir leik. „Sérstaklega af því að þetta var frá Bjarna og hann var búinn að setja einhver níu víti í röð en á örlagastundu þá fékk ég mitt.“ Þetta virtist vera erfið fæðing „Já, það þíðir ekkert að vera að koma norður og leggja ekki allt í þetta. Við misstum aldrei hausinn og héldum alltaf áfram. Í raun var þetta ekki spurning fyrir mér hvort að við værum að fara að koma til baka heldur hvenær, ég hafði alltaf trú á okkur.“ Ekki nema þrír dagar í næsta leik og það er aftur hér, lofarðu sambærilegri skemmtun? „Já ég meina, þeir þurfa að hefna sín og við þurfum að halda okkar. Við höfum ekki verið að standa okkur nægilega vel í deild í undanförnum leikjum og við þurfum að rífa okkur upp þar. Við erum komnir í höllina í bikarnum en núna þarf að deildin.“ Einar Andri: Það hefði verið auðvelt að gefast upp „Akureyringar leiddu leikinn lengst um,“ sagði Einar Andri Þjálfari FH eftir leik. „Við fengum að vísu síðustu sóknina og gátum unnið þetta í venjulegum leiktíma. Við töluðum um það fyrir framlenginguna að við værum búnir að sýna mikinn karakter að hanga inn í þessu allan tímann og þess vegna væri mjög sátt að klára þetta. Virkilega ánægður með karakterinn í liðinu þar sem það er búið að ganga smá illa hjá okkur, það hefði verið auðvelt að gefast upp en við héldum alltaf áfram og ég verð að gefa þeim hrós fyrir það.“ Töluverð blóðtaka væntanlega að missa Daníel í meiðsli en Ágúst Elí var heldur betur betri en ekki neinn í kvöld? „Já hann er virkilega efnilegur strákur og núna þarf hann að taka skrefið í að verða betri og svo höfum við verið með Sigga líka sem var frábær í síðasta leik þótt að það hafi ekki dugað til sigurs. Það er náttúrulega gríðarleg blóðtaka að missa Danna. Hann er einn af leiðtogunum í liðinu og landsliðmaður þannig að kemur að einhverju leiti niður á okkur. Við þurfum að vinna með það sem við höfum og við erum mjög ánægðir með þessa tvo.“ Heimir Örn: Stóðum staðir undir lok leiks „Þetta var alveg hræðilegt,“ sagði Heimir Örn afar þungur á brún eftir leik. „Ég bara átta mig ekki alveg á þessu hvernig við náðum að klúðra þessu, þetta var alveg óskiljanlegt undir lok leiks. Við stóðum staðir og Ási labbar í gegnum vörnina nokkrum sinnum, alveg hræðilegt.“ „Ég á rosalega erfitt með að sjá eitthvað jákvætt þegar ég tapa leik og í bikarkeppni sérstaklega. Ég hugsa örugglega eitthvað á morgun en núna sé ég ekkert jákvætt akkúrat núna,“ sagði Heimir þegar hann var spurður út í jákvæðu hliðar leiksins, en er þá ekki jákvætt að fá tækifæri til að hefna fyrir tapið eftir aðeins þrjá daga? „Æji ég þoli samt ekki þetta tal um að hefna sín, maður á bara að vinna í bikar og hitt er bara rugl. Þegar maður er búinn að tapa í bikar þá er maður búinn að kúka upp á bak. En þetta er skrítin deild, einn eða tveir sigrar og þá er allt opið en þá verðum við líka að fara að vinna leiki.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira